Melkorka (tímarit)

Melkorka var tímarit sem var gefið út af Máli og menningu á árunum 1944-1947 og 1949-1962. Þegar tímaritið var fyrst gefið út var talað um að konur væru með því að rjúfa þögnina sem hafði umlukið þær, líkt og Melkorka Mýrkjartansdóttir gerði forðum. Fyrsti ritstjóri Melkorku var Rannveig Kristjánsdóttir.[1]

Hlé varð á útgáfunni um tveggja ára skeið en árið 1949 tóku Nanna Ólafsdóttir sagnfræðingur, Svafa Þórleifsdóttir skólastýra og Þóra Vigfúsdóttir sem m.a. ritstýrði kvennasíðu Þjóðviljans, við ritstjórnartaumnum en þær voru allar virkar í starfi Sósíalistaflokksins. Blaðinu var ætlað að fjalla um málefni sem vörðuðu konur sérstaklega. Markmið þess var að vekja konur til meðvitundar um stöðu sína og að þær létu sig þjóðmál meiru varða.[2]

Tilvísanir breyta

  1. Rannveig Kristjánsdóttir, „Sól er á loft komin…”, Melkorka maí 1944, bls. 1.
  2. Nanna Ólafsdóttir, Svafa Þorleifsdóttir og Þóra Vigfúsdóttir, „Ávarp“ , Melkorka júní 1949, bls. 1-3.