Winnipegvatn
Winnipegvatn er stöðuvatn í Manitobafylki í Kanada. Vatnið er tólfta stærsta stöðuvatn heims, 24.514 ferkílómetrar að stærð, um 500 kílómetra langt og 100 kílómetra breitt þar sem það er breiðast. Við Winnipegvatn stendur Gimli, sem var höfuðstaður Nýja Íslands.