1576
ár
(Endurbeint frá MDLXXVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1576 (MDLXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Fyrsta íslenska almanakið prentað framan við Bænabók Guðbrands biskups á Hólar.
- Katekismus eða barnalærdómsbók eftir Pétur Palladius Sjálandsbiskup prentað í Hólaprentsmiðju.
- Þórunn Jónsdóttir á Grund (f. um 1511), dóttir Jóns Arasonar, trúlofaðist ungum presti, Jóni Þórðarsyni á Myrká. Óljóst er hvort þau giftust en hann hefur þá orðið fjórði maður hennar.
- Stefán Gunnarsson varð skólameistari í Skálholtsskóla.
- Bjarni Gamalíelsson varð skólameistari í Hólaskóla.
Fædd
Dáin
- 7. október - Marteinn Einarsson, prestur á Staðastað og áður biskup í Skálholti.
Erlendis
breyta- 22. október - Mikill hluti af Haarlem í Hollandi brennur. Eldurinn hófst í brugghúsinu het Ankertje og læsti sig í næstu hús. Um 500 byggingar eyðilögðust.
- 2. nóvember - Rúdolf 2. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- Friðrik 2. Danakonungur gerði Tycho Brahe að lénsherra á eynni Hveðn og veitti honum tekjur til uppihalds og rannsókna sem samsvöruðu um einu prósenti af fjárlögum danska ríkisins.
Fædd
- John Marston, enskt leikskáld (d. 1634).
- Stefano Maderno, ítalskur myndhöggvari (d. 1636).
Dáin
- 27. ágúst - Titian, ítalskur listmálari (f. um 1489).
- 21. september - Girolamo Cardano, ítalskur stærðfræðingur (f. 1501).
- 12. október - Maxímilían 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1527).