Bjarni Gamalíelsson

Bjarni Gamalíelsson (d. 1635) eða Bjarni Gamlason, því nafn föður hans er oft stytt í heimildum, var skólameistari í Hólaskóla og síðan prestur á Grenjaðarstað í um hálfa öld.

Faðir Bjarna var séra Gamalíel Hallgrímsson á Stað í Hrútafirði, föðurbróðir Guðbrands Þorlákssonar biskups. Ekki er vitað um menntun Bjarna eða hvort hann hafði verið erlendis við nám. Hann varð skólameistari hjá frænda sínum á Hólum árið 1576 og gegndi því embætti í tíu ár. Jafnframt var hann heimilisprestur Guðbrands biskups. Árið 1586 varð hann prestur að Grenjaðarstað í Aðaldal og var það til æviloka, eða í 49 ár, og hefur orðið háaldraður. Hann var sagður merkisklerkur.

Kona Bjarna var Þuríður Guðmundsdóttir frá Djúpadal í Blönduhlíð. Þau eignuðust að sögn 16 eða 17 börn og urðu afar kynsæl. Ein dóttir þeirra var Sigríður, seinni kona Arngríms lærða Jónssonar og amma Páls Vídalín.

Heimildir

breyta
  • „„Skólameistaratal á Hólum í Hjaltadal". Norðanfari, 25.-26. tölublað 1882“.