1208
ár
(Endurbeint frá MCCVIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1208 (MCCVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 8. september - Víðinesbardagi milli liðs Ásbirninga og Svínfellinga og liðs Guðmundar Arasonar Hólabiskups.
Fædd
- Kolbeinn ungi Arnórsson, höfðingi Ásbirninga (d. 22. júlí 1245)
- Gissur Þorvaldsson, höfðingi Haukdæla (d. 12. janúar 1268).
Dáin
- 8. september - Kolbeinn Tumason, höfðingi Ásbirninga (f. 1173).
Atburðir
breyta- 31. janúar - Orrustan við Lena í Svíþjóð milli Sörkvis yngri Karlssonar Svíakonungs, sem naut stuðnings Dana, og Eiríks, sonar Knúts Eiríkssonar Svíakonungs, sem hafði norskan stuðning. Eiríkur Knútsson vann sigur og varð konungur Svíþjóðar en Sörkvir flúði til Danmerkur.
- 24. mars - Innósentíus III setti England í bann þar sem Jóhann konungur hafði neitað að fara að óskum páfa varðandi útnefningu á nýjum erkibiskupi af Kantaraborg.
- 4. október - Ottó 4. krýndur keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- Ingi Bárðarson Noregskonungur og Filippus Símonarson, konungsefni bagla, gerðu með sér sátt á Hvítingsey.
Fædd
- 2. febrúar - Jakob 1., konungur af Aragóníu (d. 1276).
- 23. maí? - Simon de Montfort, jarl af Leicester og einn af frumkvöðlum nútíma þingræðis (d. 1265).
- Margrét Skúladóttir, Noregsdrottning, kona Hákonar gamla.
Dáin