1271
ár
(Endurbeint frá MCCLXXI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1271 (MCCLXXI í rómverskum tölum)
Atburðir
breyta- Hluti lögbókarinnar Járnsíðu var lögtekin á Íslandi: Embætti sýslumanna formlega stofnuð og lögmenn settir yfir hvern landsfjórðung.
- Þorleifur hreimur Ketilsson varð lögsögumaður í þriðja sinn en aðeins þetta ár, síðan var embættið lagt niður.
Fædd
Dáin
- 17. október - Steinvör Sighvatsdóttir á Keldum.
Erlendis
breyta- 1. september - Gregoríus X varð páfi og lauk þar með þriggja ára deilum um hver skyldi taka við eftir dauða Klemens IV.
- 18. desember - Júanveldið (元 yuán) hófst formlega í Kína þegar Kúblaí Kan kaus stjórn sinni það nafn.
- Mamlúkasoldánninn Baibars saat um borgina Trípólí en tókst ekki að vinna hana og mistókst einnig að ráðast á Kýpur frá sjó.
- Játvarður 1. Englandskonungur og Karl 1. Sikileyjarkonungur komu til Akkó og hófu þar með Níundu krossferðina gegn Baibars. Þeim varð þó ekkert ágengt og gengu þeir fljótlega til friðarsamninga.
- Marco Polo lagði upp frá Feneyjum í hina frægu ferð sína til Kína.
- Þórshöfn var gerð að miðstöð konunglegu einokunarverslunarinnar í Færeyjum.
Fædd
- 17. september - Venseslás 2., konungur Bæheims og Póllands (d. 1307).
- Elísabet af Aragóníu, drottning Portúgals, kona Dinis konungs (d. 1336).
- Rúdolf 2., hertogi af Austurríki (d. 1290).
Dáin
- 18. janúar - Heilög Margrét af Ungverjalandi (f. 1242).
- 28. janúar - Ísabella af Aragóníu, Frakklandsdrottning, kona Filippusar 3. (f. 1247).
- 27. október - Húgó 4., hertogi af Búrgund, franskur krossfari (f. 1213).