Saul Kripke
Saul Aaron Kripke (fæddur 13. nóvember 1940 í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum; d. 15. september 2022) var bandarískur heimspekingur og rökfræðiingur. Hann er núna prófessor á eftirlaunum frá Princeton University og prófessor við CUNY Graduate Center. Kripke hefur haft gríðarlega mikil áhrif á mörgum sviðum rökfræði og málspeki. Mörg verka hans eru enn óútgefin og eru einungis til á upptökum af fyrirlestrum og í handriti. Engu að síður er hann víða álitinn einn áhrifamestu núlifandi heimspekinga.
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar | |
---|---|
Nafn: | Saul Kripke |
Fæddur: | 13. nóvember 1940 |
Látinn: | 15. september 2022 |
Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk: | Naming and Necessity; Wittgenstein on Rules and Private Language |
Helstu viðfangsefni: | frumspeki, málspeki, rökfræði |
Markverðar hugmyndir: | Orsakakenning um tilvísun |
Áhrifavaldar: | Gottlob Frege, Bertrand Russell, Ludwig Wittgenstein, Alfred Tarski, Hilary Putnam |
Hafði áhrif á: | Hilary Putnam, Scott Soames |
Æviágrip Breyta
Saul Kripke er elstur þriggja barna Dorothy og Myer Kripke. Saul og systur hans tvær, Madeline og Netta, gengu í Dundee Grade School í Omaha og Omaha Central High School. Árið 1958 hóf Kripke nám við Harvard University. Áður en Kripke varð prófessor í heimspeki við Princeton University kenndi hann við heimspekideild Rockefeller University í New York borg. Kripke kvæntist (og skildi við) Margaret Gilbert, systur Martins Gilbert sem er þekktur breskur sagnfræðingur. Þau voru barnlaus. Hann kennir nú rökfræði, frumspeki og málspeki við CUNY Graduate Center á Manhattan.
Kripke er þekktastur fyrir framlag sitt til fjögurra sviða heimspekinnar: merkingarfræði fyrir háttarökfræði og aðra skylda rökfræði, sem Kripke hefur birt þónokkrar greinar um frá táningsárum sínum; fyrirlestra sína árið 1970 (gefnir út 1972 og 1980) Naming and Necessity, sem umturnuðu á margan hátt málspeki og, eins og sumir hafa að orði komist, „gerðu frumspeki virðingarverða á ný“; túlkun sína á heimspeki Ludwigs Wittgenstein; kenningu sína um sannleikann.
Helstu ritverk Breyta
- Naming and Necessity. (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 2005). ISBN 0-674-59846-6
- Wittgenstein on Rules and Private Language : An Elementary Exposition (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 2004). ISBN 0-674-95401-7
Tengt efni Breyta
Heimild Breyta
- Fyrirmynd greinarinnar var „Saul Kripke“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. nóvember 2005.