John L. Austin

(Endurbeint frá J.L. Austin)

John Langshaw Austin (28. mars 19118. febrúar 1960) var breskur heimspekingur, sem fékkst einkum við málspeki og átti mestan þátt í að þróa kenninguna um málgjörðir.

Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar
Nafn: John Langshaw Austin
Fæddur: 28. mars 1911
Látinn: 8. febrúar 1960 (48 ára)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki, Oxford heimspeki
Helstu ritverk: How to Do Things with Words, Philosophical Papers, Sense and sensibilia
Helstu viðfangsefni: málspeki, hugspeki, siðfræði
Markverðar hugmyndir: málgjörðir, íbyggni
Áhrifavaldar: G.E. Moore, Bertrand Russell, Gilbert Ryle
Hafði áhrif á: John Searle, R.M. Hare

Hann fæddist í Lancaster og var menntaður í Balliol College í Oxford.

Hann starfaði í MI6 leyniþjónustunni í síðari heimsstyrjöldinni en að því loknu tók Austin við stöðu prófessors White í siðfræði við University of Oxford. Þáttur hans í sögu breskrar málspeki er afar mikilvægur. Ásamt Ludwig Wittgenstein lagði hann ríka áherslu á að notkun orða skyldi rannsökuð til að varpa ljósi á merkingarhugtakið.

Helstu ritverk

breyta

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „J. L. Austin“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. október 2005.

Frekara lesefni

breyta
  • Kirkham, Richard, Theories of Truth (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1992). Kafli 4 inniheldur ítarlega umfjöllun um sannleikskenningu Austins.

Tengt efni

breyta
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.