Listi yfir The Closer (7. þáttaröð)

Sjöunda þáttaröðin af The Closer var frumsýnd 11. júlí 2011 og sýndir voru 21 þættir.

Aðalleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Unknown Trouble Michael Alaimo Nelson McCormick 11.07.2011 1 - 89
Liðið rannsakar morð á rappara. Brenda og lögreglan eru lögsótt af fjölskyldu Turell Baylor.
Repeat Offender Steven Kane Steve Robin 18.07.2011 2 - 90
Liðið rannsakar dauða mannsekju sem er að passa hús. Á samatíma grandskoðar Kapteinn Raydor stórglæpadeildina fyrir lögreglustjórann Delk og vegna lögsóknarinnar.
To Serve With Love Adam Belanoff Michael Pressman 25.07.2011 3 - 91
Flynn og Provenza lenda í vandræðum þegar maður sem þeir hafa verið stefnuvottar fyrir deyr stuttu síðar.
Under Control Duppy Demetrius Rick Wallace 01.08.2011 4 - 92
Liðið leitar að dreng sem hverfur í sumarbúðum þar sem sonur Taos vinnur.
Forgive Us Our Trespasses Leo Geter og Jim Leonard Roxanna Dawson 08.08.2011 5 - 93
Fjölskylda prest reynir að vernda orðstír hans. Á samatíma er öllum í deildinni stefnt af lögfræðingi fjölskyldu Baylors fyrir utan Gabriel.
Home Improvement James Duff og Mike Berchem Sheelin Choksey 15.08.2011 6 – 94
Lík af kynferðisofbeldismanni finnst á vinnusvæði. Brenda og Fritz rökræða um kostnaðinn á dýrum lögfræðingi.
A Family Affair Michael Alaimo Anthony Hemingway 22.08.2011 7 - 95
Liðið rannsakar dauða dóttur lögreglumanns. Kapteinn Raydor beinir sjónum sínam að Sanchez.
Death Warrant Steven Kane Steve Robin 29.08.2011 8 – 96
Brenda biður um aðstoð Raydor í máli sem tengir lögregluofbeldi. Lögfræðingur Brendu byrjar að ræða við deildina um Baylor málið.
Star Turn Leo Geter Stacey K. Black 05.09.2011 9 - 97
Faðir söngstjörnu finnst látinn. Verður Brenda að komast að því hvort um slys, sjálfsmorð eða morð var að ræða.
Fresh Pursuit Adam Belanoff Michael M. Robin 12.09.2012 10 - 98
Liðið rannsakar morð á fulltrúa fógetans í tengslum við gengi bílaþjófa.
Necessary Evil Duppy Demetrius Nelsen McCormick 28.11.2011 11 - 99
Skotárás á skólastjóra menntaskóla leiðir Brendu og liðið að þjálfara ruðningsboltaliðsins. Raydor reynir nýja leið til að finna lekann í deildinni.
You Have the Right to Remain Jolly James Duff og Michael Alaimo Rick Wallace 05.12.2011 12 - 100
Liðið rannsakar dauða jólasveins í jólaþorpi. Brenda kemst að því hver borgaði laun lögfræðings hennar.
Relative Matters Ken Martin David McWhirter 12.12.2011 13 - 101
Maður finnst látinn í bíl sínum stuttu eftir að hafa verið barinn af manni sem var undir eftirliti alríkislögreglunnar. Brenda á erfitt með að vinna eftir að hafa fengið alvarlegar fréttir frá föður sínum.
Road Block Jim Leonard Nelson McCormick 19.12.2011 14 - 102
Eiginkona lögreglustjóra reynir að fela ölvunarakstur sem hafði endað með dauða ungrar konu.
Silent Partner James Duff og Mike Berchem Arvin Brown 26.12.2011 15 – 103
Morð er framið í tengslum við Turell Baylor málið og Brenda biður um aðstoð frá viðskiptamanni með tengsl við hverfið.
Hostile Witness Steven Kane Steve Robin 09.07.2012 16 - 104
Brenda horfist í augu við lögfræðinginn Phillip Stroh þegar hann ver nauðgara sem hún er að rannsaka.
Fool´s Gold Ralph Gifford og Carson Moore Jon Tenney 16.07.2012 17 - 105
Liðið verður að finna skartgripaþjófa eftir að þeir ræna skartgripabúð fyrir framan Flynn og Provenza.
Drug Fiend Duppy Demetrius Paul McCrane 23.07.2012 18 - 106
Krabbameinslæknir er drepinn og á samatíma á Brenda erfitt með að vinna úr veikindum föður síns.
Last Rites Leo Geter David McWhirter 30.07.2012 19 - 107
Liðið rannsakar morð á presti sem var á leiðinni að gefa deyjandi sjúklingi síðustu sakrament sín. Foreldrar Brendu koma í heimsókn.
Armed Repsonse Steve Kane og Jim Leonard Michael M. Robin 06.08.2012 20 - 108
Fyrrverandi hermaður sem vinnur nú sem öryggisvörður finnst látinn fyrir framan tómt hús. Brenda snýr aftur eftir jarðaför móður sinnar og tekur yfir málið. Raydor kemst að því hver lekinn er í deildinni.
The Last Word James Duff og Mike Berchem Michael M. Robin 13.08.2012 21 - 109
Símtal til neyðarlínunnar leiðir Brendu og liðið að grafreit raðmorðingja og verður hún að notast við nýjar aðferðir til þess að loka síðasta rannsóknarmáli sínu sem gæti kostað hana lífið.

Tilvísanir

breyta

Heimild

breyta