Lars Løkke Rasmussen

Forsætisráðherra Danmerkur

Lars Løkke Rasmussen (fæddur 15. maí 1964 í Vejle) er danskur stjórnmálamaður og núverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Hann er jafnframt fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur (á tímabilunum 2009–2011 og 2015–2019) og fyrrum formaður stjórnmálaflokksins Venstre. Hann er núverandi leiðtogi danska stjórnmálaflokksins Moderaterne, Hófsemdarflokksins, sem hann stofnaði árið 2021.

Lars Løkke Rasmussen
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
28. júní 2015 – 27. júní 2019
ÞjóðhöfðingiMargrét 2.
ForveriAnders Fogh Rasmussen
EftirmaðurHelle Thorning-Schmidt
Í embætti
5. apríl 2009 – 3. október 2011
ÞjóðhöfðingiMargrét 2.
ForveriHelle Thorning-Schmidt
EftirmaðurMette Frederiksen
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. maí 1964 (1964-05-15) (59 ára)
Vejle, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurModeraterne (frá 2021)
Venstre (til 2021)
MakiSólrun Jákupsdóttir
Börn3
HáskóliKaupmannahafnarháskóli
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður

Á árunum 2001 til 2007 var hann innanríkis- og heilbrigðisráðherra í þremur ríkisstjórnum Anders Fogh Rasmussen og hinn 23. nóvember 2007 tók hann við stöðu fjármálaráðherra, einnig í ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen.

5. apríl 2009 tók Anders Fogh Rasmussen við stöðu aðalritara NATO og tók Lars Løkke Rasmussen þá við embætti forsætisráðherra Danmerkur.

Lars Løkke Rasmussen er lögfræðingur að mennt og hefur verið þingmaður á löggjafarþingi Danmerkur, Folketinget, frá árinu 1994. Þá var hann einnig borgarstjóri í Frederiksberg frá 1998 til 2001.

Hann er ekki skyldur Anders Fogh Rasmussen þótt báðir beri þeir sama ættarnafn. 3. oktober 2011, Helle Thorning-Schmidt tók þá við embætti forsætisráðherra. Eftir sigur kosningabandalags hægri- og miðflokka í júní 2015 varð hann aftur forsætisráðherra. Hann gegndi embættinu þar til danska hægriblokkin bað ósigur í þingkosningum árið 2019. Þann 31. ágúst eftir þingkosningarnar lýsti Løkke því yfir að hann hygðist segja af sér sem formaður Venstre vegna eigin óánægju með störf flokksins.[1]

Løkke sagði sig úr Venstre í byrjun ársins 2021 vegna innanflokksdeilna. Hann situr áfram sem óháður þingmaður á danska þjóðþinginu.[2] Ágreiningur Løkke við Venstre snerist meðal annars um tillögur hans um að endurhugsa dönsk stjórnmál til að gera út af við blokkaskiptinguna á danska þinginu og opna þess í stað á mögulegt samstarf yfir miðju.[3] Løkke tilkynnti í apríl 2021 að hann hygðist stofna nýjan stjórnmálaflokk, Moderaterne.[4]

Eftir þingkosningar í Danmörku í nóvember 2022 leiddi Løkke hinn nýja flokk sinn í stjórnarsamstarf ásamt Venstre og Jafnaðarmönnum. Løkke varð utanríkisráðherra í nýju stjórninni.[5]

Tilvísanir breyta

  1. Sylvia Hall (31. ágúst 2019). „Lars Løkke hættir sem formaður Venstre“. Vísir. Sótt 31. ágúst 2019.
  2. Markús Þ. Þórhallsson (1. janúar 2021). „Lars Løkke Rasmussen segir skilið við Venstre“. RÚV. Sótt 6. janúar 2021.
  3. Borgþór Arngrímsson (17. október 2021). „Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík“. Kjarninn. Sótt 19. október 2021.
  4. „Lars Løkke stofn­ar nýj­an flokk“. mbl.is. 10. apríl 2021. Sótt 12. apríl 2021.
  5. Atli Ísleifsson (15. desember 2022). „Løkke verður utan­ríkis­ráð­herra“. Vísir. Sótt 17. desember 2022.


Fyrirrennari:
Anders Fogh Rasmussen
Forsætisráðherra Danmerkur
(5. apríl 20093. október 2011)
Eftirmaður:
Helle Thorning-Schmidt
Fyrirrennari:
Helle Thorning-Schmidt
Forsætisráðherra Danmerkur
(28. júní 201527. júní 2019)
Eftirmaður:
Mette Frederiksen


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.