Forsætisráðherra Danmerkur
Forsætisráðherra Danmerkur (danska: Statsminister, bókstl. „ríkisráðherra“ er stjórnarleiðtogi Danmerkur. Embættið var búið til þegar stjórnarskrá Danmerkur var samþykkt 1849 og einveldið var lagt niður. Fyrsti forsætisráðherra Danmerkur var Adam Wilhelm Moltke.
Forsætisráðherra leiðir ríkisstjórn Danmerkur sem er formlega skipuð af Danadrottningu. Skipun forsætisráðherra ræðst í reynd af stuðningi þingsins. Frá upphafi 20. aldar hafa flestar ríkisstjórnir Danmerkur verið samsteypustjórnir og minnihlutastjórnir sem þýðir að til að koma stefnumálum sínum áfram þarf stjórnin að reiða sig á stuðning minni flokka.
Núverandi forsætisráðherra Danmerkur er Mette Frederiksen í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins.