La Chaux-de-Fonds

Skjaldarmerki La Chaux-de-Fonds Lega La Chaux-de-Fonds í Sviss
CHE La Chaux-de-Fonds COA.svg
Karte Gemeinde La Chaux-de-Fonds 2007.png
Upplýsingar
Kantóna: Neuchatel
Flatarmál: 55,66 km²
Mannfjöldi: 37.582
Hæð yfir sjávarmáli: 992 m
Vefsíða: www.chaux-de-fonds.ch[óvirkur tengill]

La Chaux-de-Fonds er stærsta borgin í kantónunni Neuchatel í Sviss með 37 þúsund íbúa. Hún var lengi vel ein helsta úrsmíðaborgin í Sviss og er úrsmíðahverfið þar í borg á heimsminjaskrá UNESCO.

Lega og lýsingBreyta

La Chaux-de-Fonds liggur í Júrafjöllum rétt vestan við frönsku landamærin, mjög vestarlega í Sviss. Borgin liggur í tæplega 1.000 metra hæð og er því með hæstu borgum Evrópu. 85% íbúanna eru frönskumælandi. Sökum skorts á yfirborðsvatni í og við borgina hefur landbúnaður verið lítt stundaður þar. La Chaux-de-Fonds er fyrst og fremst iðnaðarborg.

OrðsifjarBreyta

Elsta heiti borgarinnar er Chaz de Fonz. Það er dregið af latnesku orðunum calvus, sem merkir ófrjósamur, og fundus, sem merkir grund. Þar sem ekkert yfirborðsvatn finnst í La Chaux-de-Fonds, er jörðin þar ekki heppileg fyrir landbúnað.

SöguágripBreyta

 
Grand Temple klukkuturninn
  • 1350 kemur La Chaux-de-Fonds fyrst við skjöl. Þar sem ekkert yfirborðsvatn er til staðar þar, óx bærinn mjög hægt.
  • 1530 urðu siðaskiptin í bænum, sem varla var meira nokkur hús.
  • Það var ekki fyrr en í 30 ára stríðinu sem bærinn tók mikinn vaxtarkipp. 1656 hlaut La Chaux-de-Fonds fyrstu bæjarréttindi.
  • Hinn eiginlegi vöxtur bæjarins hófst á 18. öld. Margar verksmiðjur risu, en úrsmíðin þar var framúrskarandi.
  • 1794 eyddi stórbruni þrjá fjórðu allra húsa í bænum. Uppbyggingin hófst þegar með nútímahætti, þ.e. með beinum og hornréttum götum.
  • Eftir Napoleontímann varð La Chaux-de-Fonds að einni mestu úrsmíðamiðstöð Sviss. Hún varð einnig að stærstu iðnaðar- og efnahagsborg kantónunnar. Frá 1850 til 1900 fór íbúafjöldinn úr 12 þúsundum í 35 þúsund og hefur haldist stöðugur síðan.
  • Á síðustu árum hefur úrsmíðin minnkað að vægi, en önnur fínsmíði, svo sem rafeindatækni, tekið við.
  • Árið 2009 var úrsmíðahverfið í La Chaux-de-Fonds sett á heimsminjaskrá UNESCO.

Frægustu börn borgarinnarBreyta

 
Bílasmiðurinn Louis Chevrolet er fæddur í La Chaux-de-Fonds
  • (1878) Louis Chevrolet bílasmiður og stofnandi Chevrolet bílasmiðjunnar
  • (1887) Le Corbusier, arkítekt, borgahönnuður, málari, húsgagnahönnuður
  • Lenín bjó um tíma í La Chaux-de-Fonds meðan hann var í útlegð í Sviss 1914-17.

Byggingar og kennileitiBreyta

Turnklukkan í Grand Temple var smíðuð 1860 og þjónaði lengi vel sem viðmiðunartími fyrir úrsmíðaverksmiðjurnar í borginni. Turninn og klukkan eru á heimsminjaskrá UNESCO.

HeimildirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist