Lárus Welding

íslenskur viðskiptafræðingur og bankastjóri

Lárus Welding (f. 1976) er íslenskur viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstjóri Glitnis. Hann tók við starfi sem forstjóri Glitnis vorið 2007 en hafði verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í London frá 2003. Lárus tók við af Bjarna Ármannssyni. Lárus Welding er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá UK Securities Institute í Bretlandi. Lárus starfaði hjá JHR endurskoðunarskrifstofu 1997-1999, hjá Seðlabanka Íslands 1998 og Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, síðar Íslandsbanka-FBA, árin 1999-2003.

Málsókn Glitnis banka

breyta

Þann 11. maí 2010 var málsókn Glitnis banka á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Þorsteini Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur þingfest fyrir rétti í New York-fylki, þar sem þau eru ákærð fyrir það að „...hafa með sviksamlegum og ólöglegum hætti haft fé af bankanum sem nemur meira en tveimur milljörðum dala...“.[1] Endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers er einnig ákært fyrir að „...greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau sviksamlegu viðskipti sem Jón Ásgeir og félagar komu í kring og sem að endingu leiddu til falls bankans í október 2008.“[1] Dómnum var vísað frá með því skilyrði að stefndu myndu ekki mótmæla lögsögu íslenskra dómstóla, eða aðfarahæfi þeirra erlendis.[2]

Fangelsisdómar

breyta

Þann 21. desember 2015 dæmdi héraðsdómur Reykjavíkur Lárus í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna þáttar hans í Stím-málinu svokallaða. Lárus hafði verið ákærður vegna lána sem eignarhaldsfélagið Stím hlaut til að kaupa hlutafé í Glitni og FL Group. Þessi hlutabréfakaup voru fjármögnuð með láni frá Glitni og hlutabréfin sjálf voru eina veðið.[3]

Hæstiréttur Íslands ógilti síðar dóm héraðsdóms vegna vanhæfni eins dómaranna sem fóru með málið. Málinu var því vísað aftur til héraðs en þegar dæmt var í málinu á ný tveimur árum eftir upphaflega dóminn var Lárus aftur dæmdur í fimm ára fangelsi.[4][5]

Þann 26. júní 2020 dæmdi Landsréttur Lárus í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins eftir áfrýjun.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Glitnir banki stefnir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum fyrir meint fjársvik og krefst bóta að jafnvirði 258 milljarða króna Jafnframt er endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers stefnt fyrir afglöp í trúnaðarstarfi og vítaverða vanrækslu“. Sótt 13. október 2010.
  2. Glitnismálinu vísað frá í New York
  3. Brynjólfur Þór Guðmundsson (21. desember 2015). „Lárus Welding í fimm ára fangelsi“. RÚV. Sótt 13. janúar 2023.
  4. „Lárus Welding fær fimm ára dóm í Stím-málinu“. Kjarninn. 21. desember 2017. Sótt 13. janúar 2023.
  5. „Allir aftur dæmdir í fangelsi í Stím-máli“. mbl.is. 21. desember 2017. Sótt 13. janúar 2023.
  6. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (26. júní 2020). „Lárus Welding dæmdur í fimm ára skil­orðs­bundið fangelsi“. Vísir. Sótt 13. janúar 2023.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.