Þorsteinn M. Jónsson

hagfræðingur og athafnamaður (f. 1963 )

Þorsteinn M. Jónsson (f. 18. febrúar 1963) er fyrrum stjórnarformaður og eigandi Vífilfells hf.[1] og fyrrum stjórnarformaður Glitnis hf.[2][3][4][5]. Hann hefur átt sæti í stjórnum ýmissa fleiri fyrirtækja, þeirra á meðal FL Group hf.[6][7], Refresco Holding BV., 365 hf.[8] og Teymis hf.

Þorsteinn M. Jónsson

Nám og starfsferill

breyta

Þorsteinn lauk Cand. oecon prófi (BA í hagfræði) frá Háskóla Íslands árið 1988 og hlaut MA gráðu í hagfræði frá Northwestern University árið 1991.

Þorsteinn starfaði sem hagfræðingur, fyrst hjá Seðlabanka Íslands og síðan Samtökum Iðnaðarins þar til hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri Vífilfells 1996. Því starfi gegndi hann til ársins 2005 þegar hann tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins.[9] Þorsteinn hefur samhliða störfum sínum gegnt hlutverki fjárfestis og hefur tekið þátt í margvíslegum verkefnum á Íslandi og erlendis á undanförnum árum.

Hann var kosinn stjórnarformaður Glitnis í febrúar 2007,[10][11].

Faðir Þorsteins er Jón Þórarinsson, tónskáld.

Tilvísanir

breyta
  1. „Stjórn Vífilfells“. Sótt 10. september 2007.
  2. „Glitnir: Stjórn bankans“. Sótt 10. september 2007.
  3. „Fimm nýir menn í stjórn Glitnis“. Sótt 19. febrúar 2009.
  4. „Breytingar á stjórn Glitnis“. Sótt 19. febrúar 2009.
  5. „Krefst 1.900 þúsund króna í bætur frá stjórnarmönnum“. Sótt 19. febrúar 2009.
  6. „FL-Group Board of Directors“. Sótt september 2007.
  7. „Sjálfkjörið í stjórn FL Group“. Sótt 19. febrúar 2009.
  8. „Stjórn 365 miðla“. Sótt september 2007.
  9. „Stjórn Teymis“. Sótt september 2007.
  10. „Fimm nýir menn í stjórn Glitnis“. Sótt 19. febrúar 2009.
  11. „Stefna Glitnis óbreytt þrátt fyrir eiganda- og forstjóraskipti“. Sótt 19. febrúar 2009.

Tenglar

breyta