Lárus Kristján Ingvaldur Hákonarson Bjarnason [1] Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine (f. í Flatey á Breiðafirði 27. mars 186630. desember 1934 í Reykjavík) var íslenskur sýslumaður, alþingismaður og forstöðumaður Lagaskólans. Hann kom við sögu í Skúlamálinu á Ísafirði (sjá Skúli Thoroddsen) og Bankafarganinu 1909-11.

Uppvöxtur breyta

Lárus var sonur Hákonar Bjarnassonar og Jóhönnu Kristínar Þorleifsdóttur. Hákon Bjarnasson var kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal, V-Barð., f. 5. sept. 1828, d. 2. apríl 1877. For.: Bjarni Gíslason, bóndi í Ytri-Görðum og víðar í Staðarsveit, Snæf., síðar prestur á Söndum í Dýrafirði, V-Ís., f. 11. júní 1801, d. 30. sept. 1869, og k.h. Helga Árnadóttir, húsfreyja, f. 29. mars 1791, d. 15. jan. 1860.

Móðir: Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir, húsfreyja á Bíldudal, f. 16. des. 1834, d. 11. jan. 1896. For.: Þorleifur Jónsson, prófastur í Hvammi í Hvammssveit, Saurbæjarhr., Dal., f. 8. nóv. 1794, d. 1. maí 1883, og fyrri k.h. Þorbjörg Hálfdanardóttir, húsfreyja, f. 21. maí 1800, d. 20. jan. 1863.

Fyrri kona Hákonar Bjarnasonar var Þóra Gísladóttir, f. að Kaldaðanesi 1825. Hún var dóttir Gísla Sigurðssonar, f. að Kollabúðum á Reykjanesi 2. janúar 1783 - d. 20. júni 1862 og konu hans Sólveigu Jónsdóttur, f. að Kaldbaki Kaldrananesi 25. nóvember 1789 - d. 30. mai 1866.

Hákon og Þóra áttu dótturina Valgerði Sumarlínu, f. í Flatey á Breiðafirði 19. apríl 1855 og d. 1944 í Danmörku. Hún fluttist til Danmerkur og kvæntist .þar Jacobi Kiil. Þeim varð tveggja barna auðið, Jóhannes Kiil og Ingeborg Johanne Kiil sem kvæntist Adolf Paludan Seedorff í Álaborg, f. 14. september 1893 - d. 1 september 1953 í Risskov. Frá Valgerði er kominn allstór fjölskylda mikilhæfs fólks sem von er. Lárus ræktaði vel tengsl við systur sína og hennar fók allt á sinni tíð.

Lárus Kristján Ingivaldur ólst upp hjá foreldrum sínum á Bíldudal. Faðir hans, Hákon Bjarnason, rak þar þróttmikla verslun og þilskipaútgerð. Þótti hann dugnaðar- og atorkumaður hinn mesti, en þessi þilskipaútgerð hið vestra var komin á legg hjá Hákoni áður en hún var komin til svo nokkru næmi hið syðra á höfuðborgarsvæðinu sem nú er kallað. Hákoni hafði þar að auki tekist að koma framleiðsluvöru sinni í það álit erlendis að besti saltfiskurinn frá Íslandi var kallaður „Bíldudalsfiskur“ og hélst það lengi síðan. Hákon stórumsvifamaður féll frá á besta aldri, aðeins 49 að aldri. Vöruskip sem hann kom með frá Kaupmannahöfn, strandaði á Mýrdalssandi í „páskaveðrinu mikla“ 1877 og fórst hann þar ásamt flestum þeim sem á skipinu voru. Ekkja Hákonar, móðir Lárusar, rak útgerðina og verslunina nokkur ár eftir þetta. Lárus var einungis 11 ára þegar faðir hans fórst.

Nám: Cand. juris frá Hafnarháskóla 1. júní 1891 með I. eink. 101 st.

Lárus var settur bæjarfógeti og sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 29. ágúst 1892 á tímum Skúlamála og hóf þar störf 1. september sama ár. Hann hafði áður verið settur málflutningsmaður við landsyfirréttinn 1. júlí 1891 frá 1. ágúst sama ár til 28. ágúst 1892. Hann sat á alþingi fyrir Snæfellinga 1900 til 1908, var konungkjörinn þingmaður 1908 til 1911 og þingmaður Reykvíkinga 1911 til 1913. Lárus var Heimastjórnarmaður. Hann var síðan forstöðumaður Lagaskólans meðan hann starfaði, eða frá 1908-1911. Hann var settur prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands 1911-1919. Síðast var hann hæstaréttardómari eða frá 1919-1931. Í spönsku veikinni, sem geysaði í Reykjavík haustið 1918 var stofnsett neyðarnefnd, sem skipulagði hjálparstörf í bænum og var Lárus formaður hennar.

Innri tenglar breyta

Systkini Lárusar sem komust á legg :

Ytri tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.