Brynjólfur H. Bjarnason
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Brynjólfur Hermann Hákonarson Bjarnason (fæddur 14. febrúar 1865, dáinn 17. desember 1934) rak verslun í Reykjavík.
Hann var nefndur eftir hjónunum Brynjólfi og Herdísi Benedictsen í Flatey, sá Brynjólfur hafði tekið þátt í Þjóðfundinum 1851
Fyrri kona Hákonar Bjarnasonar var Þóra Gísladóttir. Hákon og Þóra áttu dótturina Valgerði Sumarlínu, f. í Flatey á Breiðafirði 19. apríl 1855 og d. 1944 í Danmörku. Hún fluttist til Danmerkur og kvæntist .þar Jacobi Kiil. Þeim varð tveggja barna auðið.
Brynjólfur Hermann kvæntist Ragnheiði Einarsdóttur Zoëga, f. 11.2.1865. Þau slitu samvistum en áttu soninn Hákon Bjarnason-Goodman, en móðir hans fluttist vestur um haf og giftist Goodman. Hákon þessi var sagður hinn efnilegasti maður og var búsettur við Kyrrahafið. Faðir Ragnheiðar var Einar Zoëga fæddur 1. janúar 1842 - dáinn 9. ágúst 1909 og móðir hennar var Ástríður Jensdóttir Schram, fædd 15. september 1840 - dáin 2. júní 1928. Þær mæðgur, Ástríður og Ragnheiður, fluttu báðar vestur um haf.
Síðari kona Brynjólfs Hermanns var Steinunn Hjartardóttir Bjarnason frá Austurhlíð, en þau giftu sig 4.7.1906. Steinunn var fædd 19. mars 1867 - dáin 25. mars 1961. Brynjólfur og Steinunn eignuðust einn dreng sem dó við fæðingu. Þau ólu upp tvö fósturbörn:
Steinunn Gunnarsson, fædd 5. september 1901 - dáin 7. október 1989. Faðir hennar var Sigurður aktýgjasmiður og síðar póstmeistari þar, sonur Sölva bónda Sölvasonar á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu og konu hans, Sólveigar Stefánsdóttur.
Hitt barnið var svo Hjörtur Guðmundsson, en hann var bróðursonur Steinunnar, sonur Guðmundar Hjartarsonar að Austurhlíð í Tungum og Sigrúnar Eiríksdóttur fæddri að Miðbýli á Skeiðum. Hjörtur starfaði um skeið sem löggæslumaður en lengst af sem forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
- Systir, Valgerður Sumarlína H. Kiil
- Bróðir, Þorleifur H. Bjarnason
- Bróðir, Lárus H. Bjarnason
- Systir, Ingibjörg H. Bjarnason
- Bróðir, Ágúst H. Bjarnason
Uppvöxtur, menntun og störf
breytaBrynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Bíldudal. Faðir hans, Hákon Bjarnason, rak þar þróttmikla verslun og þilskipaútgerð. Þótti hann dugnaðar- og atorkumaður hinn mesti, en þessi þilskipaútgerð hið vestra var komin á legg hjá Hákoni áður en hún var komin til svo nokkru næmi hið syðra, á höfuðborgarsvæðinu sem nú er kallað. Hákoni hafði þar að auki tekist að koma framleiðsluvöru sinni í það álit erlendis að besti saltfiskurinn frá Íslandi var kallaður „Bíldudalsfiskur“ og hélst það lengi síðan. Hákon stórumsvifamaður féll frá á besta aldri, aðeins 49 ára gamall. Vöruskip sem hann kom með frá Kaupmannahöfn, strandaði á Mýrdalssandi í „páskaveðrinu mikla“ 1877 og fórst hann þar ásamt flestum þeim sem á skipinu voru. Ekkja Hákonar, móðir Brynjólfs, rak útgerðina og verslunina nokkur ár eftir þetta. Brynjólfur sem var einungis 12 ára þegar faðir hans fórst.
Þegar Brynjólfur var 16 ára sendi móðir hans hann til Svendborg í Danmörku til þess að læra skipasmiðar. Eftir að hann kom heim frá því námi, þá leist honum lítt á að hefja hér skipasmíðar. Brynjólfur kaus þess í stað að hefja verslunarrekstur, enda alkunnur þeim geira frá foreldrum sínum. Í því skyni keypti hann sér borgarabréf í Reykjavík 18. október 1886 og hóf verslunarrekstur sinn, með tilstyrk hins mikla dugnaðarforks móður sinnar Jóhönnu Kristínar. Þetta gerði hann í húsi því sem hann var síðan með verslunarrekstur sinn, í Aðalstræti 7. Aðalstræti 7 keypti hann síðan á árunum 1896-1898. Þegar Brynjólfur Hermann hætti sjálfur verslunarrekstri, mun enginn hafa rekið samfleytt verslun í Reykjavík um jafn langan tíma og hann. Sá bautasteinn var reyndar kominn mun fyrr.
Heimildir
breyta- Óðinn, 1926, bls 66
- Skipulagsskrá fyrir Framfarasjóð B. H. Bjarnason kaupmanns.
- Nýtt kvennablað, 4-5. tlbl. 22. árg. 1961, bls. 1-2.