Þorleifur H. Bjarnason

Þorleifur Jón Hákonarson Bjarnason (7. nóvember 1863 — 18. október 1935) var íslenskur málfræðingur og kennari. Þorleifur Jón varð stúdent 1884 með málfræðinám í forgrunni og latínu sem aðalfag, auk grísku og dönsku. Þá var hann við nám í Þýskalandi 1897 - 1898.

Hann var meðal stofnenda drengjaskóla fyrir 9 - 14 ára árið 1894 sem var starfræktur í nokkur ár. Þá rak hann um nokkurra ára skeið kvöld - og verslunarskóla í Aðalstræti 7. Þorleifur starfaði lengst sem kennari í Lærða skólanum 1895 – 1935, varð yfirkennari frá 1919 og settur rektor 1928 – 1929. Hann skrifaði margar kennslubækur, mest þó í mannkynssögu. Einnig liggja eftir Þorleif ótal rit og ritgerðir í blöðum sem tímaritum.

Fjölskylda

breyta

Þorleifur var sonur Hákonar Bjarnasonar kaupmanns og útgerðarmanns á Bíldudal og Jóhönnu Kristínar Þorleifsdóttur. Hákon og Jóhanna Kristín eignuðust tólf börn en aðeins fimm þeirra komust á legg.

Þorleifur Jón kvæntist fyrst dr. Elisu Adeline Ritterhaus, en hún var af þýsk/svissneskum aðalsættum. Barn þeirra var Ingibjörg Stein Bjarnason fædd 1901. Ingibjörg ólst upp hjá móður sinni í Sviss.

Önnur kona Þorleifs, Sigrún Ísleifsdóttir, (1875- 1959), börn þeirra: voru Leifur Björn, (1912 - 1954) hagfræðingur, Ingi Hákon (1914-1958) efnaverkfræðingur.

  • Þýðingar á bundnu og óbundnu máli (1892)
  • Dönsk lestrarbók gefin út þrívegis (1895-1909)
  • Frá Svisslandi (1902)
  • Mannkynssaga handa unglingum gefin út átta sinnum (1905-1929)
  • Bréf Jóns Sigurðssonar, úrval (1911)
  • Úrvalsþættir úr Odysseifskviðu Hómers eptir þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Með nokkrum athugasemdum og skýringum (1915)
  • Fornaldarsaga handa æðri skólum gefin út tvívegis (1914 - 1916)
  • Miðaldasaga ( önnur útgáfa 1953)
  • Mannkynssaga : fyrir gagnfræðaskóla (1926-1931)
  • Mannkynssaga fyrir gagnfræðaskóla, fornöldin (1933)
  • Bréf Jóns Sigurðssonar, Nýtt safn (1933)

Heimildir

breyta

Skrá yfir Einkakjalasafn Þorleifs J. H. Bjarnason á Borgarskjalasafni Reykjavíkur [1]