Úmbertó 1.
Úmbertó 1. (fullt nafn: Umberto Ranieri Carlo Emanuele Giovanni Maria Ferdinando Eugenio af Savoja; 14. mars 1844 – 29. júlí 1900) var konungur Ítalíu frá 9. janúar 1878 til dauðadags. Vinstrimenn lögðu á hann hatur þar sem hann var harðlínuíhaldsmaður og var auk þess talinn bera ábyrgð á Bava-Beccaris-blóðbaðinu í Mílanó árið 1898 þar sem herinn beitti fallbyssum gegn mótmælendum. Anarkistinn Gaetano Bresci myrti hann tveimur árum eftir blóðbaðið.
Fyrirrennari: Viktor Emmanúel 2. |
|
Eftirmaður: Viktor Emmanúel 3. |