Konungsræðan
Konungsræðan (enska: The King's Speech) er bresk kvikmynd frá árinu 2010 sem er leikstýrð af Tom Hooper. Myndin segir sanna sögu Georgs sjötta Bretakonungs, sem tekur við krúnunni eftir að bróðir hans segir af sér, og býr yfir alvarlegum talgalla. Þegar stríð brýst skyndilega út þarf hann að ráða sér talþjálfara til að sigrast á framkomuhræðslunni.
Konungsræðan | |
---|---|
The King's Speech | |
Leikstjóri | Tom Hooper |
Handritshöfundur | David Seidler |
Framleiðandi | Iain Canning Emile Sherman |
Leikarar | Colin Firth Helena Bonham Carter |
Frumsýning | 10. desember 2010 28. nóvember 2011 |
Lengd | 118 mín. |
Tungumál | Enska |
Aldurstakmark | 14 ára |
Ráðstöfunarfé | $15.000.000 |
Colin Firth, Geoffrey Rush og Helena Bonham Carter fara með aðalhlutverk í myndinni. Tökur hófust í Bretlandi í nóvember árið 2009. Myndin var frumsýnd í örfáum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þann 26. nóvember 2010 og varð hún svo vinsæl að henni var stuttu seinna dreift út um allt land. Myndin var frumsýnd á Íslandi þann 28. janúar 2011. The King's Speech fékk 12 tilnefningar á 83. óskarsverðlaununum þar á meðal fyrir bestu kvikmynd, bestu leikstjórn, besta handrit og besta leikara í aðalhlutverki.
Söguþráður
breytaMyndin segir sanna sögu Georgs 6. Bretakonungs, föður Elísabetar annarrar drottningar. Georg átti aldrei að verða konungur, því eldri bróðir hans Játvarður 8. var erfingi krúnunnar. Eftir að faðir þeirra Georg 5. lést þann 20. janúar 1936 tók Játvarður við af honum en sagði svo af sér í desember það ár. Eftir það tók Georg með semingi við krúnunni.
Georg bjó ekki yfir þeim eiginleikum sem konungur þarf að hafa, því hann þjáist af alvarlegum talgalla og er talinn óhæfur til að verða konungur. Hann deyr þó ekki ráðalaus, heldur ræður hann sér talþjálfarann Lionel Logue til að sigrast á framkomuhræðslunni og talgallanum. Lionel notar mjög óhefðbundnar aðferðir við að hjálpa Georgi en það mun reynast enn mikilvægara fyrir hann að finna sitt innra hugrekki til að leiða þjóð sína þegar Seinni Heimstyrjöldin brýst skyndilega út. [1][2]
Leikarar
breyta- Colin Firth - Georg 6. Bretlandskonungur
- Helena Bonham Carter - Elísabet drottning
- Geoffrey Rush - Lionel Logue
- Guy Pearce - Játvarður 8. Bretlandskonungur
- Michael Gambon - Georg 5. Bretlandskonungur
- Timothy Spall - Winston Churchill
- Jennifer Ehle - Myrtle Logue
- Derek Jacobi - Cosmo Gordon Lang
- Anthony Andrews - Stanley Baldwin
- Eve Best - Wallis Simpson
- Freya Wilson - Elísabet 2.
- Ramona Marquez - Margrét prinsessa
- Claire Bloom - Mary Drottning
Heimildir
breyta- ↑ Notandi IMDB (2010), http://www.imdb.com/title/tt1504320/plotsummary, The International Movie Database
- ↑ Starfsmaður Sambíóanna, http://sambio.is/Event/1311/, Sambio.is