Klofningur

Hnit: 65°13′12″N 22°26′58″V / 65.22000°N 22.44944°A / 65.22000; 22.44944

Klofningur, stundum nefnt Klofningsfjall, er fremsti hluti fjallgarðsins sem skiptir Breiðafirði í tvo hluta. Nyrðri hlutinn er Breiðafjörður með Gilsfjörð innstan. Syðri hlutinn er Hvammsfjörður. Fremst á Klofningi mætast Fellsströnd og Skarðsströnd. Klofningshreppur hét sveitin áður og náði frá OrmsstöðumBallará. Áður fyrri var meirihluti íbúanna búsettur í eyjunum sem tilheyrðu Klofninghreppi. Fremst á Klofningi liggur akvegurinn um skarð sem heitir Klofningskarð. Að aka þar um heitir að fara fyrir Klofning.

Klofningsskarð
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.