Klofningur
Hnit: 65°13′12″N 22°26′58″V / 65.22000°N 22.44944°A
Klofningur, stundum nefnt Klofningsfjall, er fremsti hluti fjallgarðsins sem skiptir Breiðafirði í tvo hluta. Nyrðri hlutinn er Breiðafjörður með Gilsfjörð innstan. Syðri hlutinn er Hvammsfjörður. Fremst á Klofningi mætast Fellsströnd og Skarðsströnd. Klofningshreppur hét sveitin áður og náði frá Ormsstöðum að Ballará. Áður fyrri var meirihluti íbúanna búsettur í eyjunum sem tilheyrðu Klofninghreppi. Fremst á Klofningi liggur akvegurinn um skarð sem heitir Klofningskarð. Að aka þar um heitir að fara fyrir Klofning.
