Hvammsfjörður

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Hvammsfjörður er fjörður sem gengur inn úr suðaustanverðum Breiðafirði. Sunnan fjarðarins er Skógarströnd en norðan hans Fellsströnd og síðan Hvammssveit. Lögun fjarðarins minnir mjög á stígvél og er þá Laxárdalur inn af „sólanum“ á stígvélinu en Miðdalir og Hörðudalur þar fyrir sunnan, inn af „hælnum“. Við botn fjarðarins, í mynni Laxárdals, er kauptúnið Búðardalur.

Hvammsfjörður. Horft af Fellsströnd í átt að Brokey.

Mikill fjöldi eyja, hólma og skerja er í mynni Hvammsfjarðar og voru sumar áður byggðar og jafnvel stórbýli og höfðingasetur. Má þar nefna Hrappsey og Brokey. Miklir straumar myndast í þröngum sundunum milli eyjanna og hefur jafnvel verið rætt um að virkja sjávarföllin þar.[1]

Síldarganga í HvammsfjörðBreyta

Frá árinu 2006 hefur síld leitað í kaldan sjó frá Grundarfirði og austur í Hvammsfjörð[2].

TilvísanirBreyta

  1. [1] Beislun sjávarfalla. Af landogsaga.is, sótt 19. apríl 2011.
  2. Vísindavefurinn - Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði? - Sótt 26.06.2016
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.