65°13′12″N 22°26′58″V / 65.22000°N 22.44944°V / 65.22000; -22.44944 Klofningsfjall er um 500 metra fjall í Dalasýslu. Það gengur á milli Fellsstrandar og Skarðsstrandar og skiptir þeim upp. Vestan á fjallinu er hvöss öxl og heitir hún Klofningshyrna. Fjallið er kennt við klettarana sem liggur fram af enda þess og heitir Klofningur og er þar útsýnisskífa þar sem helstu kennileiti eru merkt.

Horft yfir Hvammsfjörð með Klofningsfjall í bakgrunni.

Norðan Klofnings er Gilsfjörður og sunnan er Hvammsfjörður. Í framhaldi af Klofningi er Langeyjarnes og síðan Efri-Langey, Fremri-Langey, Arney og fleiri eyjar. Klofningshreppur hét sveitin áður og náði frá OrmsstöðumBallará. Áður fyrri var meirihluti íbúanna búsettur í eyjunum sem tilheyrðu Klofninghreppi. Fremst á Klofningi liggur akvegurinn um skarð sem heitir Klofningskarð. Að aka þar um heitir að fara fyrir Klofning.

Vinsæl gönguleið liggur upp á Klofningsfjall og er oftast gengið frá bænum Stakkabergi. Af fjallinu er mjög fallegt útsýni yfir Breiðafjörð og Breiðafjarðareyjar og til Snæfellsness og Barðastrandar.

Nálægir staðir breyta

Heimildir breyta

  • https://icelandroadguide.com/items/klofningsfjall/
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.