Jakob Frímann Magnússon

íslenskur tónlistarmaður og Alþingismaður
(Endurbeint frá Jakob Magnússon)

Jakob Frímann Magnússon (f. 4. maí 1953 í Kaupmannahöfn) er íslenskur tónlistarmaður, tónskáld, kvikmyndagerðarmaður og fyrrum alþingismaður. Hann er stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Stuðmanna. Auk þess var hann í bandarísku hljómsveitinni Bone Symphony á níunda áratugnum.

Jakob Frímann Magnússon (JFM)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2021 2024  Norðaustur  Flokkur fólksins
2024 2024  Norðaustur  Miðflokkur
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. maí 1953 (1953-05-04) (71 árs)
Kaupmannahöfn, Danmörk
StjórnmálaflokkurMiðflokkurinn (2024-)
Flokkur fólksins (2021–2024)
Íslandshreyfingin (2007-2009)
Samfylkingin (1999-2007)
Maki1. Anna Björnsdóttir
2. Ragnhildur Gísladóttir
3. Birna Rún Gísladóttir
BörnFjórar dætur, þær eru
Erna Guðrún Jakobsdóttir,
Bryndís Jakobsdóttir,
Jarún Júlía Jakobsdóttir og
Katrín Borg Jakobsdóttir
MenntunMBA
HáskóliHáskólinn í Reykjavík
Þekktur fyrirTónlist og kvikmyndagerð
Æviágrip á vef Alþingis

Jakob var kjörinn á þing 2021 í Norðausturkjördæmi fyrir Flokk fólksins. Hann hlaut ekki brautargengi á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar 2024 og yfirgaf hann í kjölfarið. Hann gekk því til liðs við Miðflokkinn og var í öðru sæti í Reykjavík norður en komst ekki inn á þing.[1]

Tengt efni

breyta

Heimildir og ítarefni

breyta

Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir (2011). Með sumt á hreinu: Jakob Frímann Magnússon lítur um öxl. JPV útgáfa. ISBN 978-9935-11-228-6.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Jakob Frímann yfirgefur Flokk Fólksins Vísir, sótt 24 október 2024
   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.