Íslandshreyfingin
Íslandshreyfingin – lifandi land var íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður vorið 2007, sem lagði höfuðáherslu á umhverfisvernd en kenndi sig einnig við frjálslyndisstefnu. Formaður (til bráðabirgða) var Ómar Ragnarsson og varaformaður Margrét Sverrisdóttir.[1] Að flokknum komu einnig Jakob Frímann Magnússon og Ósk Vilhjálmsdóttir. Flokkurinn fékk 5.953 atkvæði, 3,3% fylgi, í Alþingiskosningum 2007 og engan mann kjörinn. Flokkurinn var á fyrri hluta árs 2009 sameinaður Samfylkingunni þar sem flokkurinn taldi að erfitt yrði að ná yfir 5% múrinn sem flokkar verða að ná í kosningum til að fá jöfnunarmann. Íslandshreyfingin gekk inn í Samfylkinguna í mars 2009, nokkrum dögum eftir að tilkynnt hafði verið um framboð hreyfingarinnar í öllum kjördæmum.[2] Íslandshreyfingin varð þar með fimmti flokkurinn sem hefur gengið í Samfylkinguna.[3]

Tilvísanir
breyta- ↑ „Ómar verður formaður Íslandshreyfingarinnar“. 22. mars 2007. Sótt 22. mars 2007.
- ↑ „Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni“. Mbl.is. 27.2.2009.
- ↑ „Íslandshreyfingin hluti Samfylkingar“. 27. mars 2009. Sótt 8. apríll 2009.
Tengill
breyta- Íslandshreyfingin - lifandi land Geymt 2 maí 2007 í Wayback Machine