Íslandshreyfingin – lifandi land var íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður vorið 2007, sem lagði höfuðáherslu á umhverfisvernd en kenndi sig einnig við frjálslyndisstefnu. Formaður (til bráðabirgða) var Ómar Ragnarsson og varaformaður Margrét Sverrisdóttir.[1] Að flokknum komu einnig Jakob Frímann Magnússon og Ósk Vilhjálmsdóttir. Flokkurinn fékk 5.953 atkvæði, 3,3% fylgi, í Alþingiskosningum 2007 og engan mann kjörinn. Flokkurinn var á fyrri hluta árs 2009 sameinaður Samfylkingunni þar sem flokkurinn taldi að erfitt yrði að ná yfir 5% múrinn sem flokkar verða að ná í kosningum til að fá jöfnunarmann. Íslandshreyfingin gekk inn í Samfylkinguna í mars 2009, nokkrum dögum eftir að tilkynnt hafði verið um framboð hreyfingarinnar í öllum kjördæmum.[2] Íslandshreyfingin varð þar með fimmti flokkurinn sem hefur gengið í Samfylkinguna.[3]

Tákn Íslandshreyfingarinnar.

Tilvísanir

breyta
  1. „Ómar verður formaður Íslandshreyfingarinnar“. 22. mars 2007. Sótt 22. mars 2007.
  2. „Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni“. Mbl.is. 27.2.2009.
  3. „Íslandshreyfingin hluti Samfylkingar“. 27. mars 2009. Sótt 8. apríll 2009.

Tengill

breyta
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.