Hồ Chí Minh
víetnamskur byltingarmaður (1890–1969), forseti Norður-Víetnams frá 1945
(Endurbeint frá Ho Chi Min)
Hồ Chí Minh ⓘ(framb. [hò cí mɪŋ]) (19. maí, 1890 – 2. september, 1969) var víetnamskur byltingarmaður sem varð síðar forsætisráðherra (1946-1955) og forseti (1946-1969) í Norður-Víetnam. Hann var leiðtogi sjálfstæðishreyfingarinnar Viet Minh frá 1941 og stofnaði Alþýðulýðveldið Víetnam 1945. Hann vann sigur á franska nýlenduveldinu í orrustunni við Dien Bien Phu 1954 og var leiðtogi norðurvíetnamska hersins í Víetnamstríðinu til dauðadags. Fyrrum höfuðborg Suður-Víetnams, Saigon, var nefnd Hồ Chí Minh-borg honum til heiðurs 1976.
Hồ Chí Minh | |
---|---|
Forseti Alþýðulýðveldisins Víetnams | |
Í embætti 2. september 1945 – 2. september 1969 | |
Forveri | Embætti stofnað |
Eftirmaður | Tôn Đức Thắng |
Forsætisráðherra Alþýðulýðveldisins Víetnams | |
Í embætti 2. september 1945 – 20. september 1955 | |
Forveri | Embætti stofnað |
Eftirmaður | Phạm Văn Đồng |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 19. maí 1890 Kim Liên, franska Indókína |
Látinn | 2. september 1969 (79 ára) Hanoí, Norður-Víetnam |
Stjórnmálaflokkur | Kommúnistaflokkur Víetnams |
Maki | Tăng Tuyết Minh (g. 1926) |
Undirskrift |