Orrustan við Dien Bien Phu

Orrustan um Dien Bien Phu (franska: Bataille de Diên Biên Phu; víetnamska: Chiến dịch Điện Biên Phủ, IPA: [ɗîəˀn ɓīən fû]) var stærsta skæran í fyrsta indókínverska stríðinu á milli franskra hersveita og Viet Minh, þjóðernissinnaðra, kommúnískra uppreisnarmanna. Frá sjónarhorni Frakka áður en átökin hófust var þetta fyrirfram ákveðin orrusta ætluð til að draga Víetnamana til sín og uppræta þá með betri vopnum. Orrustan átti sér stað frá mars til maí 1954 og endaði með tapi Frakka sem hafði áhrif á viðræður á milli nokkurra ríkja um framtíð Indókína sem þegar voru hafnar í Genf.