Hljóðgervlapopp

Hljóðgervlapopp, (e.synthpop) eða svuntupopp, er tónlistartegund sem notast mikið við hljóðgervla. Sú tónlistarstefna byrjaði á níunda áratugnum þegar hljóðgervlar voru mjög áberandi í tónlist. Hljóðgervlar urðu vinsælir á áttunda áratuginum með annari elektrónískri tónlist eins og framsóknu-rokki og diskó, en varð svo enn meira notað á þeim níunda. Svuntupoppið varð svo til á níunda áratugnum, með aukinni notkun hljóðgervla og varð gríðarlega vinsælt. Það mótaðist aðalega í Japan og svo seinna í Englandi, en þaðan koma mikið af frægustu synthpop-hljómsveitunum. Svuntupoppið náði miklum vinsældum og einkennir mjög níunda áratuginn. En á seinni hluta áratugarins missti svuntupoppið þessar vinsældur og má segja að það hafi dáið með áratugnum. En þó urðu dúo eins og Erasure og Pet Shop Boys en með mjög vinsæl lög sem voru þá en mikið spiluð danstónlist. Indie-raftónlist og elektróclash varð vinsælli og tók hálfgerðlega við af svuntupoppinu í enda áratugsins. Svuntupoppið var líka oft gagnrýnt fyrir að vera einfalt og ófrumlegt, sem er eitt af ástæðunum fyrir að það missti vinsældir svo snemma. En samt sem áður gerði þessi stefna hljóðgervla þekktari og vinsælli við gerð tónlistar sem eru en notaðir í dag.

Prophet5 tegund af hljóðgervli

Einkenni og stíllBreyta

Svuntupopp einkennist mikið af notkun svuntuþeysara eða hljóðgervla, eins og draga má af nafninu. Einnig var mikið notast við raftrommur í svuntupoppi og önnur rafhljóðfæri, sem stundum komu í stað allra annara hljóðfæra. Aðal hljóðfærið var samt hljóðgervillinn, hann var nauðsinlegur til að tónlistin yrði flokkuð sem svuntupopp.[1] Lögin eru oft frekar grípandi og náðu eflaust vinsældum af þeirri ástæðu. Annars treystu margir svuntupopps-tónlistarmenn of mikið á tæknina og raftækin við tónlistargerð, það sem mikið af þeim höfðu í raun frekar takmarkaða tónlistarhæfileika. Það er ein af helstu ástæðunum fyrir að svuntupoppið var gagnrýnt fyrir að vera frekar einfalt og ófrumlegt. Lögin voru oft eins í gegn og lítið breytileg. Sem er aðal ástæðan fyrir því að vinsældirnar dóu út svo fljótlega. Lögin höfðu einnig oft mjög svipaðan þema þegar kom að textagerð. Þau snerust oftast um félagslega einangrun og tilfinningar á borð við að vera tómur eða kaldur.[2]Þó voru hljómsveitir sem höfðu frekar gleðilega texta, en þar má nefna hljómsveitina Depeche Mode sem sungu lög sem snerust um ást og hamingju.[3]

SagaBreyta

UpphafBreyta

Í enda sjöunda áratugarins var eitthvað um svuntuþeyjara en mjög lítið. En þó voru nokkrir tónlistarmenn að nota þá eins og t.d. Beach Boys. En tónlistin breyttist samt ekki mikið við notkun þeirra á þeim tíma. Þangað til að hljómsveitin Kraftwerk kom til sögu. Í Þýskalandi var bandið stofnað árið 1968 en þá gengust þeir undir nafninu Organisation, en svo breyttu nafninu yfir í Krafwerk á áttunda áratugnum. Þeir notuðust mikið við hljóðgervla og voru stór partur af mótun svuntupops. Hljóðgervlar urðu ódýrar og auðveldari í notkun. Svo við enda áttunda áratugarins voru svuntuþeyjarar orðnir eitt af aðal hljóðfærum tónlistargerðar hjá mörgum tónlistarmönnum. Sem gerði það að verkum að svuntupoppið, sem einblíndi aðalega á svuntuþeyjara, varð til. Það var orðið sérstaklega algengt í Englandi, en þar á meðal þekktra tónlistarmanna má nefna Gary Numan, Human League og Ultravox. [4] Í upphafi sjöunda áratugarins var hljómsveitin Depeche Mode stofnuð. Lögin sem þeir spiluðu hafði öðruvísi þema en vanalegt var í svuntupoppi. Þeir voru ekki með niðurdrepandi texta um tómleika eins og í flestum Svuntupopp lögum. Heldur voru þeir um hamingju og ást, sem dæmi má taka lagið þeirra "I just can't get enaugh". En eftir að Vince Clarke hætti í hljómsveitini fóru textarnir þeirra að vera meira eins og hefðbundnir Svuntupopps textar.[5] Tubeway Army og Gary Numan urðu eitt af brautriðjendum svuntupops þegar lög þeirra náðu á “the Brithish Singles Chart”, eftir það nutu fleiri tónlistarmenn sem notuðust við hljóðgervla mikla velgengni, eins og Soft Cell, Orchestral Manoeuvres in the Dark, Japan og Depeche Mode. Í Japan naut bandið Yellow Magic Orchestra miklar vinsældir og greiddi veginn fyrir öðrum svuntupopp hljómsveitum eins og P-Model, Plastics og Hikashu. Einnig þegar MTV tónlistar-sjónvarpsstöðin fór í loftið varð svuntupoppið vinsælla, þá urðu hljómsveitir eins og Duran Duran og Spandau Ballet mjög vinsælt í Bandaríkjunum.[6] Um 1986 missti svuntupoppið vinsældir sínar, en hljóðgervlar urðu samt sem áður vinsælir í popp-tónlist og alls kyns raftónlist þó svo að svuntupoppið hafi dáið út.[7]


VinsældirBreyta

Svuntupoppið varð fyrst vinsælt í Japan og Englandi. Hljómsveitin Yellow Magic Orchestra var mikill brautriðjandi svuntupops í Japan og þar á meðal stór þáttur í mótun þess í Englandi. Hún spilaði ekki lög í þeim þema sem varð vinsælastur með svuntupoppi seinna. Þeir spiluðu mjög hressilega tónlist sem lagði mikla áherslu á melódíu. Um 1979 fór hljómsveitin Sparks af stað og gerðu garðinn frægan með svuntupopps-plötunni sinni “No. 1 In Heaven”. Á sama tíma fóru aðrar svuntupopp hljómsveitir að komast í sviðsljósið eins og Hikashu og P-Model. Svuntupopp byrjaði svo að myndast í Englandi. Þar byrjuðu hljómsveitir eins og The Human League að spila svuntupopp. Á þessum tíma vakti svuntupoppið eitthverja athygli meðal fólks en var samt ekki mikið auglýst og því ekki orðið svo vinsælt. [8]Breska punk hljómsveitin Tubeway Army umbreyttist svo í synthpop hljómsveit. En þá hafði hljómsveitin verið að taka upp í hljóðveri þegar Gary Numan fór að prófa sig áfram með hljóðgervil sem eitthver annar hafði skilið eftir. Sem gerði það að verkum að platan þeirra fór út í að verða Nýbylgju raftónlist. Lagið “Are Friends Electric” varð mjög vinsælt og náði á topplista í Bretlandi árið 1979. En eftir þetta ákvað Numan að hætta í hljómsveitinni og hefja sólóferil sinn sem gekk heldur vel.[9][10][11] Þegar vinsældir svuntupoppsins fóru að deyja út í enda áratugarins. Þá var synthpoppið farin að þróast út í að vera meiri danstónlist. Það komust þó eitthver lög á topplista danstónlistar í t.d. Bandaríkjunum, þar á meðal lög eftir Pet Shop Boys og The Commands. En tónlistastefnan varð samt sí óvinsælli í enda áratugarins. En samt sem áður hafði hún áhrif á mótun annara tónlistarstefna og á notkun hljóðgervla í tónlist..[12]

HeimildirBreyta

 1. A history of rock music, P.Scaruffi. [1], Skoðað 11. mars 2012.
 2. One nation under a Moog, S. Reynolds. [2], The Guardian Skoðað 11. mars 2012.
 3. The history of synthpop, Hugo Fernbom. [3] Geymt 2012-03-10 í Wayback Machine, Synt Skoðað 11. mars 2012.
 4. Synthpop in the USA, Niklas Forsberg. [4], Spotlight[óvirkur tengill] Skoðað 11. mars 2012.
 5. Synthpop Flocks like Seagulls, Gavin McNett. [5] Geymt 2012-05-22 í Wayback Machine, [6] Geymt 2012-03-10 í Wayback Machine Skoðað 11. mars 2012.
 6. Synthpop in the USA, Niklas Forsberg. [7], Spotlight[óvirkur tengill] Skoðað 11. mars 2012.
 7. Yellow Magic Orchestra on Kraftwerk and how to write a melody during a cultural revolution, Andrew Stout. [8], Yellow magic Orchestra Skoðað 11. mars 2012.
 8. Dawn of the plastic age, N.Rama.Lohan. [9] Geymt 2012-06-09 í Wayback Machine, [10] Geymt 2012-03-11 í Wayback Machine Skoðað 11. mars 2012.
 9. All music guide to electronica, Vladimir Bogdanov. [11] Geymt 2013-11-10 í Wayback Machine Skoðað 11. mars 2012.
 10. The history of synthpop, Hugo Fernbom. [12] Geymt 2012-03-10 í Wayback Machine, Synt Skoðað 11. mars 2012.
 11. Sound Synthesis, Martin Russ. [13] Skoðað 11. mars 2012.
 12. All Music, Synthpop, Ian martin. [14], Synthpop Skoðað 11. mars 2012.