Teknótónlist

tónlistarstefna
(Endurbeint frá Teknó)

Teknótónlist (oftast aðeins talað um teknó) er raftónlistarstefna sem fyrst varð til í Detroit í Michigan um miðjan 9. áratug 20. aldar, meðal annars undir áhrifum frá þýsku hljómsveitinni Kraftwerk og hústónlist frá Chicago, en síðan hafa orðið til mörg afbrigði teknótónlistar.

Juan Atkins, Derrick May og Kevin Saunderson voru þeir fyrst til að búa til teknótónlist, þegar þeir voru ungir gengu þeir í sama skólan og fóru saman á dansleiki þar sem tónlist á borð við Kraftwerk var spiluð. Þeir heilluðust af tónlistinni og byrjuðu að gera tónlist sjálfir. Þeir blönduðu stílunum úr diskó, fönk og synthpop við stílinn frá Kraftwerk, Tangerine Dream, Yellow Magic Orchestra og fleirum og byrjuðu að gefa út tónlist undir nafninu Cybotron, teknótónlist er fædd. Á sama tíma voru hipp hopp-tónlistarmenn á borð við Afrika Bambaataa og Grandmaster Flash að herma eftir stílnum hjá Kraftwerk og úr því varð elektró. Til dæmis tóku Afrika Bambaataa búta úr lögunum Trans-Europe Express og Numbers eftir Kraftwerk til að semja Planet Rock sem er líklega þeirra vinsælasta lag. Teknó- og elektrótónlist varð einnig til vegna þess að trommuheilar eins og Roland TR-808 og Hljóðgervlar á borð við Roland TB-303 voru aðgengilegir og ódýrir en teknótónlistarmenn nota allra helst hljóðgervla og trommuheila þegar þeir semja lögin sín.

 
TR 808 Trommuheili

Teknó var til að byrja með takmarkað við litla staði og átti sér tiltörulega lítin áhangendahóp, margir teknótónlistarmenn tóku upp á því að setja upp hljóðkerfi í mörgum af yfirgefnum vöruhúsum og verksmiðjum sem Detroit hefur upp á að bjóða og halda svoköllum reif þar. Það var að vissulega ólöglegt en mörg hundruð manns flykktust á þessi reif sem oftar en ekki voru leyst upp af lögreglunni. Eftir að nýjar reglur voru gefnar út um að banna rave voru vinsældir tónlistarstefnunar orðnar svo gífurlegar að stórir dansklúbbar í Detroit líkt og Motor sáu gróða tækifæri í þessu og fóru að halda teknókvöld á klúbbunum sínum. Þar með var klúbbasenan fædd. Menn á borð við Carl Craig og Derrick May hafa verið kallaðir frumkvöðlar techno tónlistar. Undir áhrifum frá Kraftwerk byrjuðu þeir að gera einfalda og bassamikla tónlist sem átti að spilast í stórum hljóðkerfum og láta fólk dansa. Eftir að teknótónlist hafði fest rætur sínar í tónlistarsenu Detroit var ekki langt þangað til að Carl Craig og Derrick May fóru að hugsa lengra. Þeir ákváðu í sameiningu að halda teknóhátíð. Eftir mikla vinnu og togstreitu við borgina tókst það á endanum og hátíðin sló í gegn. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2000 og ber nafnið Detroit Electronic Music Festival (DEMF). Enn þann dag í dag er haldið upp á hátíðina.

Teknó í Evrópu

breyta

í kringum 1990 Varð teknó gífurlega vinsælt í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Risastór ólögleg reif voru stöðugt haldin og til að komast í veg fyrir að lögreglan vissi af þeim var staðsetningin ekki gefin upp fyrr en sama kvöld og reifið var haldið í gegnum síma eða á ýmsum leynilegum stöðum. Teknólög eins og Firestarter með Prodigy komst í fyrsta sæti á breska topp listanum árið 1996. Útgáfurisinn Warp Records safnaði að sér raftónlistarmönnum sem voru óhræddir við að fara ótroðnar slóðir eins og Aphex Twin og Squarepusher. Árið 1989 var Love Parade haldin í fyrsta sinn í Þýskalandi, skrúðganga sem átti eftir að vera haldin ár eftir ár. Teknóplötusnúðar spiluðu fyrir fólkið í skrúðgöngunni. Hátt upp í milljón manns sóttu skrúðgönguna á árunum 1997 – 2000. Árið 2010 urðu óeirðir í skrúðgöngunni til þess að 21 dóu og yfir 500 slösuðust, eftir það var endanlega hætt við hátíðina. Love Parade hafði verið stór partur af teknósenunni í mörg ár og þótti mörgum teknónnendum mjög leitt að Þessi hátíð hafi endað á eins hræðilegan hátt og hún gerði.

Richie Hawtin

breyta

Richie Hawtin flutti frá Englandi til Ontario í Kanada þegar hann var aðeins níu ára. Faðir hans hafði mikla ást á raftónlist og öllu sem tengdist tækni. Hann kynnti son sinn Richie fyrir hljómsveitum eins og Tangerine Dream og Kraftwerk. Þegar Richie var orðinn sautján ára heillaðist hann af plötusnúði sem hann hlustaði á í útvarpinu sem spilaði teknó. Richie byrjaði skömmu eftir það að þeyta skífum á hinum og þessum börum í Detroit þar sem að aðeins klukkutíma ferðalag með lest var á milli Detroit og La Salle þar sem Richie bjó. Hann kynntist síðan kanadískum plötusnúði sem gekk undir nafninu DJ John Aquaviva. Þeir sameinuðu krafta sína og stofnuðu plötufyrirtækið Plus 8. Hawtin gaf út á því plötufyrirtæki undir nafninu F.U.S.E. Í sameiningu skipulögðu hann og DJ John Aquaviva fjölmörg reif og partí í Detroit og urðu fljótt mjög vinsælir. Hawtin gaf út fjöldan allan af plötum og lögum undir alls konar nöfnum, það sem vakti mesta athyglina var þegar hann gaf út undir nafninu Plastikman. Plastikman varð meira heldur en bara tónlist, Plastikman varð sameiningartákn teknóunnenda í Detroit, fólk bjó til alskonar varning sem bar Plastikman merkið og dreifði því um borgina. Þegar vinsældir Plastikman stóðu sem hæst tók Detroitborg þá ákvörðun að þessi reif væru farin úr böndunum og bönnuðu Richie að stíga fæti inn í Detroitborg að eilífu. Þetta var mikið áfall fyrir Richie en hann lét ekki deigan síga og hélt áfram að gefa út teknótónlist og halda minni reif í heimabæ sínum La Salle. Á endanum tók hann þá ákvörðun að flytja til Berlínar með vinum sínum til að taka þátt í teknósenunni sem fór ört stækkandi.

Carl Craig

breyta

Carl Craig er fæddur 22. maí árið 1969. Hann er talinn af mörgum vera hjarta teknósenunar í Detroit. Hann var vissulega einn af frumkvöðlum teknótónlistarinnar. Þegar talað er um frumkvöðla teknótónlistar heyrir maður ávallt nöfnin Kevin Saunderson, Derrick May, Juan Atkins og Carl Craig. Allir fjórir eru fæddir og uppaldir í Detroit og allir áttu þeir sinn þátt í að móta teknósenuna. Carl Craig er hins vegar sá sem talað er um að hafi átt mestan þátt í að koma Techno á framfæri. Hans hugsjón fyrir teknó var miklu stærri heldur en hjá öllum öðrum. Hann vildi sjá senuna stækka og breiða úr sér út fyrir Detroit og jafnvel út fyrir landsteinana. En ef það væri ekki fyrir lærimeistara hans Derrick May þá hefði hann líklega ekki komist svona langt.

Gus Gus

breyta

Gus Gus er ein af vinsælustu raftónlistar hljómsveitum sem komið hefur frá Íslandi. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 og er enn þá starfandi í dag. Hljómsveitin hefur gefið út plötur hjá stórum útgáfufyrirtækjum eins og Kompakt og 4AD. Hljómsveitin hefur unnið fjöldan allan af verðlaunum fyrir tónlist sína bæði á Íslandi og erlendis. Hljómsveitina skipa þau Stephan Stephensen, Birgir Þórarinsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Urður Hákonardóttir og Högni Egilsson en hljómsveitin hefur unnið með mörgum öðrum í gegnum tíðina. Hljómsveitin hefur gefið út átta breiðskífur. Hljómsveitin hefur gefið út alls konar tónlist sem flokkast undir margar tónlistarstefnur en megin tónlistarstefna hljómsveitarinnar er hústónlist.

Tónlistarmenn og hljómsveitir

breyta

Heimildir

breyta
  • „the 10 best detroit techno documentaries ever“.
  • „A brief history of techno“.
  • „Richie Hawtin“.
  • „Carl Craig: Intergalactic Beats“.
  • „Carl Craig“.
  • „Gus Gus interview“.
  • „Gus Gus discography“.
  • „Heimasíða Gus Gus“.

Tengt efni

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.