Ultravox var einn af aðalboðberum breskrar rafpopptónlistarstefnu í byrjun 9. áratugarins. Helstu áhrif Ultravox á fyrstu árum þess voru breskar pönk og nýbylgjustefnur og síðar meir frá hljóðgervlapoppi. Hún fékk innblástur af listaskóla-glysrokki frá hljómsveitum eins og Roxy Music, The New York Dolls, og eins frá fyrstu plötum David Bowie og Brian Eno.

Ultravox á endurkomutónleikum árið 2012 í London.

Hljómsveitin var stofnuð af John Foxx (söngur, lagahöfundur og hljómborðsleikari). Gekk hún fyrst undir nafninu Tiger Lily, og samanstóð af John Foxx áðurnefndum, Chris Cross (bassi, gítar), Billy Currie (hljómborð, fiðlur), Stevie Shears (gítar) og Warren Cann (slagverk). Sendi hljómsveitin frá sér eina smáskífu árið 1973, áður en þeir breyttu nafninu sínu í Ultavox! Þeir gerðu samning við Island Records árið 1976, og gáfu út sína fyrstu plötu, Ultravox!, í febrúar 1977. Platan seldist illa og náði ekki inn á breska vinsældarlistann.

Síðar á árinu 1977 sendu Ultravox! frá sér pönkaðri plötu, sem bar heitið Ha!-Ha!-Ha!. Þrátt fyrir að viðlag aðalsmellsins ROckwrok hafi fengið spilun á BBC Radio 1, þá hafði Ultravox! ekki náð hylli breskra aðdáenda og náði Ha!-Ha!-Ha! ekki inn á vinsældarlistann heldur í þetta skipti. Eftir útgáfu plötunnar yfirgaf Stevie Shears bandið og stofnaði sitt eigið band, Faith Global.

Þrátt fyrir að gítarar og rafmagnsfiðla (sem var notuð í Astradyne) hafi ráðið ferðinni á Ha!-Ha!-Ha!, þá var algjör kúvending á síðasta lagi plötunnar, Hiroshima Mon Amour, en hér var um að ræða lag leikið með hljóðgervlum. Þetta lag olli þáttarskilum í sögu hljómsveitarinnar, og er uppáhaldslag margra áhangenda hinnar upphaflegu Ultravox!. Árið 1978 datt upphrópunarmerkið aftan af nafni hljómsveitarinnar og varð hér eftir rituð einfaldlega Ultravox.

Nýr gítarleikari kom í stað Stevie Shears, en sá hér Robin Simon. 1978 gáfu Ultravox út 3. plötuna, Systems of Romance. Platan gekk illa og þar með riftu Island Records plötusamningnum við Ultravox. John Foxx stökk frá borði til að byrja sólóferil og Robin Simon gekk til liðs við Magazine. Tónlistarlega var platan nokkurs konar framhald af fyrri verkum hljómsveitarinnar, sem gerðu hljóðgervlum hærra undir höfði. Árið 1979 gáfu Island Records plötu með bestu lögum Ultravox hingað til, Three Into One, sem var nokkurs konar sambræðingur úr þeim 3 plötum sem komið höfðu út.

Þekktur tónlistarmaður, Midge Ure, var fenginn til liðs við Ultravox í apríl 1979. Hann hann hafði náð smá vinsældum með glysrokkbandinu Slik og pönkbandinu The Rich Kids. Árið 1979 lék hann tímabundið með þungarokksbandinu Thin Lizzy. Midge Ure og Billy Currie (sem var þegar í Ultravox) höfðu átt samstarf með hljómsveitinni Visage. Midge tók þar með sæti John Foxx og Robin Simon fyrir upptökur á næstu plötu Ultravox, sem átti eftir að verða vinsælasta plata Ultravox frá upphafi.

Platan, sem bar nafnið Vienna, kom út árið 1980, og var platan gefin út af Chrysalis Records. Vienna náði miklum vinsældum með samnefndu lagi, sem fylgt var eftir með áberandi myndbandi. Það náði að komast upp í 2. sæti á Topp 40 listanum í Bretlandi árið 1981. Platan náði 3. sæti á vinsældarlistanum, og var því fylgt eftir með albúminu Rage in Eden árið 1981, sem varð þó erfið í fæðingu.

Sá sem hljóðsetti Systems of Romance, Vienna og Rage in Eden hét Conny Plank, sem var austurrískur hljóðupptökumaður, sem er upphafsmaður Krautrock tónlistarstefnunnar sem hljómsveit hans, Neu!, hafði mótað. Þess má geta að upphrópunarmerkið sem fyrst var notað við upphaflega ritun Ultravox hafði verið fengin frá Neu!.

Ultravox fékk nú annan upptökustjóra, George Martin að nafni, til að sjá um upptökur á næstu plötu Ultravox, Quartet, sem kom út árið 1982 og varð vinsælasta plata Ultravox í Bandaríkjunum.

Árið 1984 var Midge Ure meðhöfundur og hjálpaði til við útsetningu á smáskífu Band Aid, Do they know it's Christmas?.

Eftir að upptökum lauk á plötunni Lament (þekktust fyrir toppsmellinn Dancing with tears in my eyes), bað Warren Cann um að fá að yfirgefa Ultravox. Við tók Mark Brzezicki (Big Country). Gáfu Ultravox út plötuna U-Vox árið 1986, en eftir það fór hver og einn sína leið.

Midge Ure átti sólóferil samhliða veru sinn i hjá Ultravox (náði hann lagi á 1. sæti Topp 40 listans breska, If I was, sem kom út 1985). Fyrrum meðlimir Ultravox, Billy Currie og Robin Simon stofnuðu árið 1989 hina stuttlífu hljómsveit Humania, sem aðeins spilaði á tónleikum, en gaf aldrei út plötu fyrr en árið 2006.

Tilraun til endurreisnar á Ultravox var reynd árið 1991, þegar Billy endurreisti hana með hjálp Tony Fenelle til að gefa út plötuna Revelation (1993), og síðar með hjálp Sam Blue til að gefa út plötuna Ingenuity árið 1994.

Frá árinu 2009 hefur hljómsveitin komið saman aftur, gefið út nýja breiðskífu, Brill!ant, og spilað á tónleikum.

Heimildir breyta

Byggt á grein um Ultravox á ensku á wikipedia: Ultravox.

Breiðskífur breyta

  • Ultravox! (1977)
  • Ha!-Ha!-Ha! (1977)
  • Systems of Romance (1978)
  • Vienna (1980)
  • Rage in Eden (1981)
  • Quartet (1982)
  • Lament (1984)
  • U-Vox (1986)
  • Revelation (1993)
  • Ingenuity (1994)
  • Brill!ant (2012)