Hippías meiri (Platon)
Þessi grein fjallar um samræður eftir Platon |
1. fjórleikur: |
Evþýfron |
Málsvörn Sókratesar |
Kríton — Fædon |
2. fjórleikur: |
Kratýlos — Þeætetos |
Fræðarinn |
Stjórnvitringurinn |
3. fjórleikur: |
Parmenídes — Fílebos |
Samdrykkjan — Fædros |
4. fjórleikur: |
Alkibíades I — Alkibíades II |
Hipparkos — Elskendurnir |
5. fjórleikur: |
Þeages — Karmídes |
Lakkes — Lýsis |
6. fjórleikur: |
Evþýdemos — Prótagóras |
Gorgías — Menon |
7. fjórleikur: |
Hippías meiri — Hippías minni |
Jón — Menexenos |
8. fjórleikur: |
Kleitofon — Ríkið |
Tímajos — Krítías |
9. fjórleikur: |
Mínos — Lögin |
Epinomis — Bréf |
Verk utan fjórleikja: |
(Almennt talin ranglega eignuð Platoni |
að eftirmælunum undanskildum) |
Skilgreiningar — Um réttlætið |
Um dygðina — Demodókos |
Sísýfos — Halkýon |
Eryxías — Axíokkos |
Eftirmæli |
Hippías meiri (eða Um fegurðina) er samræða eftir forngríska heimspekinginn Platon. Hún er meðal elstu samræðanna, samin á yngri árum höfundar. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær samræðan var samin en fræðimenn giska á að hún hafi verið samin um 390 f.Kr.
Samræðan er nefnd eftir fræðaranum Hippíasi frá Elís sem er viðmælandi Sókratesar í samræðunni.
Efni samræðunnar
breytaÍ Hippíasi meiri freista þeir Hippías og Sókrates þess að skilgreina fegurðina en hafa ekki erindi sem erfiði því þeir geta ekki fundið skilgreiningu sem nær yfir hugtakið allt.
Inngangur
breytaHippías hittir Sókrates
breytaHippías, sem hefur verið lengi í burtu frá Aþenu, kemur til borgarinnar til að halda fyrirlestra í skóla Feidostratosar. Hann hittir Sókrates sem spyr hann hvers vegna svo vitur og mætur maður sem Hippías hafi ekki leyft Aþeningum að njóta nærveru sinnar svo lengi.
Fræðarinn útskýrir að heimaborg hans, Elís, hafi þurft á honum að halda og að honum hafi verið fldar ýmsar opinberar sendiferðir til annarra borga, m.a. Spörtu. Hann nýtti ferðina til að uppfræða ungt fólk víða um Grikkland og hafi þénað vel.
Talið berst að fegurð og Sókrates segist hafa sætt ámælum frá kunningja nokkru áður fyrir að kunna ekki að skilgreina fegurð. Hann er því feginn að svo mætur maður sem Hippías geti nú hjálpað honum að komast til botns í málinu.
Skilgreiningar Hippíasar
breytaHippías gerir þrjár tilraunir til að skilgreina fegurð:
- „Fegurð er fögur stúlka“
Hippías hefur gefið dæmi um fegurð í stað þess að skilgreina hana. „Skilgreiningunni“ er hafnað af því að það er til heilmargt fagurt auk fallegra stúlkna.
- „Fegurð er gull“
Gull, segir Hippías, gerir allt fallegra. En Sókrates bendir á að þá sé erfitt að sjá hvað sé fallegt við styttu Feidíasar af Aþenu sem stendur í Meyjarhofinu, því hún er að mestu úr fílabeini.
- „Fegurð er að vera ríkur og virtur“
Hippías bætir við að fegurðin sé einnig að vera við góða heilsu og ná háum aldri, að jarða foreldra sína með vegsemd og vera jarðaður á sama hátt af afkomendum sínum. En hvað, spyr Sókrates, um Akkilles og Herakles? Var engin fegurð í þeirra lífi af því að þeir lifðu ekki foreldra sína og voru ekki jarðaðir af afkomendum sínum?
Skilgreiningarnar eru allar ræddar en niðurstaðan er sú að þær séu allar rangar.
Tilraunir Sókratesar
breytaSókrates reynir nú að skilgreina fegurðina þrisvar sinnum:
- „Fegurð er það sem er viðeigandi“
Hippías er ánægður með þessa tilraun. En við nánari skoðun komast þeir að því að það sem er viðeigandi getur bæði verið fagurt og veitt einungis ásýnd fegurðar, líkt og þegar ljótur maður er settur í fín föt og klæddur upp.
- „Fegurð er það sem er nytsamlegt“
Nú leggur Sókrates til að fegurðin sé nytsamleg eða gagnleg. En hlutir geta gagnast til góðra verka og slæmra og fegurð er bersýnilega ekki það sem gagnast til slæmra verka.
- „Fegurð er ánægjan sem hlýst af því að sjá og heyra“
Að lokum leggur Sókrates til að fegurðin sé það sem gleður okkur þegar við sjáum það. En gallinn sem Sókrates sér við uppástunguna er sá að skilgreiningin tekur ekki tillit til fegurðarinnar sem veitir æðri ánægju, eins og t.d. laganám eða annað nám.
Niðurstaða
breytaÞeir Sókrates og Hippías þreytast þegar niðurstaðan er enn á sömu leið: Engin skilgreininganna er rétt eða fullnægjandi. Þeir gefast því upp en Sókrates segist nú skilja betur gríska málsháttinn að „fagrir hlutir séu erfiðir“.