Akkilles einnig ritað Akkiles og Akkilleifur (forngríska Ἀχιλλεύς Akhilleús) var hetja í Trójustríðinu og aðalpersónan og bestur Akkea í Ilíonskviðu Hómers, þar sem meginþemað er ekki Trójustríðið í heild sinni, heldur reiði Akkillesar og afleiðingar hennar í kjölfar ósættis hans og Agamemnons konungs Mýkenu á tíunda ári stríðsins.

Reiði Akkillesar, eftir Giovanni Battista Tiepolo

Akkilles var sagður myndarlegastur þeirra sem héldu til Tróju[1] og hraustastur.

Ævi Akkillesar

breyta

Akkilles var sonur Peleifs konungs í Þessalíu og Þetisar sjávargyðju. Þétis vildi ekki kvænast Peleif, en Kírón sem seinna varð kennari Akkilesar, hvatti Peleif til að gefast ekki upp. Akkillies átti 6 systkini en Þetis brenndi þau öll á báli til þess að gá hvort þau væru guðakyns eða mannkyns. Faðir Akkilesar, Peleifur, bjargaði honum úr bálinu. Aðrar sagnir herma að Þetis hafi dýft Akkilles ofan í fljótið Stix, sem var fljótið sem skildi á milli lífs og dauða í grískri goðafræði, til að gera hann ódauðlegan. Þetis varð þó að halda um hælana á honum á meðan og því voru hælarnir alltaf hans veiki blettur. [2]

Dag einn heyrði Peleifur spádóm um að Akkiles myndi falla í orrustunni um Tróju. Peleifur sendi þá son sinn til hirðar Lýkomitisar konugs á Skyros klæddan sem konu og bjó hann hjá dætrum konungsins.[3]

Akkillies varð víðfrægur hermaður og barðist með Grikkjum í orrustunni um Tróju. Akkilles er talinn vera hetja í grískri goðafræði og einn af aðalpersónum orusturnar um Tróju. Þar stjórnaði hann 50 skipum með 5 stríðsherrum. [4]

Hektor prins af Tróju drap elskhuga Akkillesar, Patróklus að nafni, eftir að hinn síðarnefndi þóttist vera Akkillies í orustu. Hektor taldi Patróklus vera Akkilles. Akkilles hefndi sín á Hektori, drap hann í einvígi og dró svo lík hans á eftir hestvagni sínum. Samkvæmt grískum fornritum reiddust guðirnir Akkiles við þetta. Seinna í orustunni um Tróju skaut Paris, bróðir Hektors ör í átt að Akkilles og Appollon beindi örinni í hæl hans og dró það Akkilles til dauða.

Tilvísanir

breyta
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.