Þessi grein fjallar um
samræður eftir Platon
1. fjórleikur:
Evþýfron
Málsvörn Sókratesar
KrítonFædon
2. fjórleikur:
KratýlosÞeætetos
Fræðarinn
Stjórnvitringurinn
3. fjórleikur:
ParmenídesFílebos
SamdrykkjanFædros
4. fjórleikur:
Alkibíades IAlkibíades II
HipparkosElskendurnir
5. fjórleikur:
ÞeagesKarmídes
LakkesLýsis
6. fjórleikur:
EvþýdemosPrótagóras
GorgíasMenon
7. fjórleikur:
Hippías meiriHippías minni
JónMenexenos
8. fjórleikur:
KleitofonRíkið
TímajosKrítías
9. fjórleikur:
MínosLögin
EpinomisBréf
Verk utan fjórleikja:
(Almennt talin ranglega eignuð Platoni
að eftirmælunum undanskildum)
SkilgreiningarUm réttlætið
Um dygðinaDemodókos
SísýfosHalkýon
EryxíasAxíokkos
Eftirmæli

Þrettán bréf voru eignuð forngríska heimspekingnum Platoni í fornöld. Fræðimenn deila um hver bréfanna eru ósvikin ef einhver, en flest bréfin hafa átt sér einhverja stuðningsmenn. 7. bréfið, sem er lengsta og mikilvægasta bréfið, inniheldur stutta sjálfsævisögu Platons (ef það er ósvikið).

Yfirlit

breyta

Bréfin eru tölusett samkvæmt röð þeirra í handritunum. Fjögur þeirra eru skrifuð til Díonýsíosar II (fyrsta, annað, þriðja og þrettánda bréfið), fjögur eru skrifuð til frænda Díonýsíosar, Díons og félaga hans (fjórða, sjöunda, áttunda og tíunda bréfið) og fimm þeirra eru skrifuð til ýmissa annarra manna.

fyrsta bréfið

breyta

Fyrsta bréfið er skrifað Díonýsíosi í Sýrakúsu og er líklega forn fölsun. Í bréfinu kvartar Platon yfir dónalegri framkomu Díonýsíosar í sinn garð og spáir honum illu gengi. Bréfið er athyglisvert vegna fjölda tilvitnana í ýmis harmleikjaskáld.

Annað bréfið

breyta

Annað bréfið er skrifað Díonýsíosi í Sýrakúsu og er svar við kvörtun hans við Platon og félaga hans um að þeir hefðu rægt Díonýsíos. Í bréfinu er ásökuninni vísað á bug og því er haldið fram að enginn breiði út róg um Díonýsíos. Þá er Díonýsíosi ráðlagt að bæta orðspor sitt með því að sættast við Platon enda séu samskipti stjórnmálamanna og vitringa síglt umfjöllunarefni sagna. Þá er skipt um umræðuefni og Platon varar Díonýsíos við því að skrifa niður kenningar sínar og biður hann enn fremur um að brenna bréfið þegar hann hefur lesið það og lagt efni þess á minnið. Í bréfinu er að finna fræga tilvitnun um að „engin rit Platons séu til né muni nokkurn tímann verða til, en þau sem honum eru nú eignuð tilheyri Sókratesi ungum og fögrum á ný (καλός καί νέος).“[1]

Sumir fræðimenn telja að Annað bréfið sé forn fölsun, aðallega vegna ósamkvæmni milli þess og Sjöunda bréfsins.

Þriðja bréfið

breyta

Þriðja bréfið skrifað Díonýsíosi í Sýrakúsu. Í bréfinu kvartar Platon yfir því að Díonýsíos rægi sig og segi að Platon beri ábyrgð á klúðri í stjórn Sýrakúsu. Í bréfinu er greinargerð fyrir athöfnum Platons í Sýrakúsu.

Fjórða bréfið

breyta

Fjórða bréfið er skrifað Díoni harðstjóra, frænda Díonýsíosar II. Í bréfinu hvetur Platon Díon til dáða en minnir hann á að gleyma ekki dygðinni.

Fimmta bréfið

breyta

Fimmta bréfið er skrifað Perdikkasi III frá Makedóníu og réðleggur honum að hlýða á ráð Evfræosar. Þá ver Platon ákvörðun sína um að halda sig frá stjórnmálum. Flestir fræðimenn telja að bréfið sé forn fölsun.

Sjötta bréfið

breyta

Sjötta bréfið er skrifað Hermíasi, harðstjóra í Atarnevs og Erastosi og Koriskosi, tveimur nemendum Platons sem bjuggu í Skepsis (bæ skammt frá Atarnevs). Platon ráðleggur þeim að vingast. Í bréfinu kemur fram að Platon hafi aldrei heitt Hermías, andstætt því sem fram kemur í ævisögu Hermíasar eftir Strabon. Bréfinu svipar um sumt til Annars bréfsins til dæmis um gildi þess að sameina völd og visku.

Sjöunda bréfið

breyta

Sjöunda bréfið er skrifað samstarfsmönnum og kunningjum Díons, líklega eftir að hann var ráðinn af dögum árið 353 f.Kr. Það er lengst allra bréfanna og er almennt talið mikilvægast þeirra. Í bréfinu ver Platon stjórnmálaathafnir sínar í Sýrakúsu en í bréfinu er langur útúrdúr um eðli heimspekinnar, frummyndakenninguna og ýmis vandamál sem koma upp í kennslu.

Áttunda bréfið

breyta

Áttunda bréfið er skrifað samstarfsmönnum og kunningjum Díons, að öllum líkindum nokkrum mánuðum eftir að Sjöunda bréfið var skrifað. Í bréfinu hvetur Platon fylkingar Díons annars vegar og Díonýsíosar II hins vegar að ná sáttum. Hin fyrrnefnda barðist fyrir lýðræði en sú síðarnefnda fyrir einræði. Málamiðlunin sem mælt er með er stjórnarskrárbundin konungsstjórn.

Níunda bréfið

breyta

Níunda bréfið er skrifað Arkýtasi. Flestir fræðimenn telja að það sé ekki ósikið, þótt Cicero vitni um að Platon hafi verið höfundur bréfsins.[2]

Tíunda bréfið

breyta

Tíunda bréfið er skrifað Aristódórosi, sem ekki er vitað hver var. Honum er hrósað fyrir hollustu sína við Díon, líklega meðan sá síðarnefndi var í útlegð. Siðfræðin sem fram kemur í bréfinu þykir um flest ólík þeirri siðfræði sem er að finna í ritum Platons og flestir fræðimenn telja að það sé forn fölsun.

Ellefta bréfið

breyta

Ellefta bréfið er skrifað Laódamasi, sem virðist hafa beið Platon um aðstoð við að semja lög fyrir nýstofnaða nýlendu. Í bréfinu er vísað til Sókraesar, sem þó getur ekki hafa verið aþenski heimspekingurinn Sókrates sem lést 399 f.Kr.

Tólfta bréfið

breyta

Tólfta bréfið er skrifað Arkýtasi. Það er mjög stutt (aðeins lengra en Tíunda bréfið) og er almennt talið vera forn fölsun. Platon þakkar Arkýtasi fyrir að senda sér ritgerðir sem eru síðan lofaðar hástert. Díogenes Laertíos varðveitir bréfið í ævisögu Platons og einnig bréfið frá Arkýtasi sem á að hafa farið á undan.[3]

Þréttánda bréfið

breyta

Þrettánda bréfið er skrifað Díonýsíosi II í Sýrakúsu. Sumir fræðimenn telja að bréfið sé forn fölsun.

Tilvísanir

breyta
  1. 314C.
  2. Cicero, De Finibus, Bonorum et Malorum, ii. 14; De Officiis, i. 7.
  3. Díogenes Laertíos, ævi Arkýtasar, iv.

Heimildir og frekari fróðleikur

breyta
  • Plato, Plato IX: Timaeus, Critias, Cleitophon, Menexenus, Epistles. Bury, R.G. (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1942).