Hippías

forngrískur heimspekingur og stóisti (5. öld f.Kr.)
(Endurbeint frá Hippias)

Hippías frá Elís var uppi um 430 f. Kr., og var því yngri samtímamaður Prótógórasar og Sókratesar. Hann þótti mjög fjölhæfur maður og vann sér virðingu samborgara sinna með því að starfa sem sendiherra. Í Aþenu kynntist hann Sókratesi og öðrum leiðandi hugsuðum þess tíma. Hann var mjög sjálfsöruggur líkt og margir sófistar, og sagðist vera viðurkenndur sérfræðingur um öll svið, en hann hélt marga fyrirlestra og græddi á þeim öllum, hvort sem að það var ljóðlist, málfræði, sagnfræði, stjórnmálafræði, fornleifafræði, stærðfræði eða stjarnvísindi.

Hippías
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilFornaldarheimspeki
Skóli/hefðSófismi
Helstu viðfangsefniSiðfræði, mælskufræði, stjórnspeki, sagnfræði, stjörnufræði

Hann var alveg óhemjumontinn, en hafði líka vit og færni til þess að réttlæta það. Platon þótti hann það áhugaverður að hann skrifaði tvær bækur um samræður við hann, Hippías meiri og Hippías minni, sem gefa skýra mynd af aðferðafræði hans, þótt að þær séu án efa mjög ýktar.

Hippías er án efa þekktastur fyrir það stærðfræðilega fall sem kallast Quadratrix Hippiasar.

Tengt efni

breyta


Forverar Sókratesar