Pýþagóras

Forngrískur heimspekingur, stærðfræðingur og dulspekingur (um 570 - 497 f.Kr.)

Pýþagóras frá Samos (d. um 500 f.Kr.) var forngrískur stærðfræðingur og heimspekingur sem var uppi um 570 f.Kr. til 497 f.Kr. Hann er talinn einna fyrstur til að líta á stærðfræði sem sjálfstæða fræðigrein, en ekki bara safn af nytsamlegum formúlum. Er ásamt Evklíð frægasti stærðfræðingur fornaldar.

Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Pýþagóras
Nafn: Pýþagóras
Fæddur:
Skóli/hefð: Pýþagórismi
Helstu viðfangsefni: Stærðfræði, stjörnufræði
Markverðar hugmyndir: Talnaeindahyggja, endurfæðing sálarinnar
Áhrifavaldar: Orfeifska
Hafði áhrif á: Parmenídes, Platon

Einhvern tímann í kringum árið 530 f.Kr setti hann á laggirnar trúarlega reglu í borginni Kroton á Suður-Ítalíu sem hafði tónlist og stærðfræði í hávegum. Einstaklingar innan þessarar reglu (oft kallaðir pýþagóringar) töldu að tölur væru grundvöllur alheimsins og byggist hann því upp á samræmi þeirra og hlutföllum.

Hugmyndir Pýþagórasar höfðu mikil áhrif á gríska heimspekinga, m.a. Platon.

Regla Pýþagórasar er þó að öllum líkindum ekki frá honum komin þar sem vitað er að Babýlóníumenn þekktu hana um 1800 f.Kr.

Trúarleg regla Pýþagórasar var mjög stór í sniðum og er vitað að konur fengu ekki inngöngu í regluna. Allir reglubræður voru bundnir þagnareiði og því er talið að mikið af heimspeki sem tileinkuð er Pýþagórasi komi ekki endilega frá honum sjálfum heldur úr þessari trúarreglu sem stóð lengur en hann lifði.

Þar lögðu pýþagóringar stund á heimspeki og stærðfræði. Til að mynda var Pýþagóras sá fyrsti til að sýna fram á stærðfræðilega eiginleika tónfræðinnar.

Einnig töluðu þeir um að talan 10 væri í raun heilög tala og í heimspekikerfi sínu gerðu þeir ráð fyrir því að himingeimurinn samanstæði af 10 reikistjörnum og þar af væri ein andjörð sem hreyfðist á móti jörðinni.

Frekari fróðleikur breyta

Kahn, Charles H., Pythagoras and the Pythagoreans: A Brief History (Indianapolis: Hackett, 2001).

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Pythagoras
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Pythagoreanism
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy:Pythagoras
  • „Fann Pýþagóras upp Pýþagórasarregluna eða er hún bara kennd við hann?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?“. Vísindavefurinn.
  • „Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?“. Vísindavefurinn.


Forverar Sókratesar
   Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.