Opna aðalvalmynd

Anaxagóras (forngríska: Αναξαγόρας, 500428 f.Kr.) frá Klazómenæ í Litlu Asíu var forngrískur heimspekingur. Hann var einn af hinum svonefndu jónísku náttúruspekingum. Anaxagóras bjó og starfaði í Aþenu í um þrjátíu ár og var einkavinur stjórnmálamannsins Períklesar en meðal annarra vina Anaxagórasar má nefna skáldið Evripídes.

Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Nafn: Anaxagóras
Fædd/ur: 500 f.Kr.
Dáin/n: 428 f.Kr.
Skóli/hefð: Fjölhyggja
Helstu viðfangsefni: Frumspeki
Markverðar hugmyndir: Óendanlegur fjöldi frumefna, samkynja og ósamkynja efni, trúleysi
Áhrifavaldar: Parmenídes, Empedókles
Hafði áhrif á: Platon
Anaxagoras Lebiedzki Rahl.jpg

Anaxagóras fékkst meðal annars við stjörnufræði. Hann hélt því meðal annars fram að líf væri á öðrum reikistjörnunm og að sólin væri ekki guðleg vera, heldur glóandi eldhnöttur sem væri stærri en Pelópsskagi. Pólitískir andstæðingar Períklesar handtóku Anaxagóras og kærðu hann fyrir guðlast. Persíkles fékk hann lausan úr haldi en Anaxagóras varð að yfirgefa Aþenu og hélt þá til Lampsakosar í Jóníu þar sem hann lést fimm árum síðar. Borgarar í Lampsakos reistu altari til heiðurs Huga og Sannleika í minningu hans.

HeimspekiBreyta

Anaxagóras ritaði bók um heimspeki en einungis brot eru varðveitt. Í samræðunni Fædoni (98b) eftir Platon kemur fram að Sókrates hafi lesið bókina og orðið fyrir vonbrigðum með kenningu Anaxagórasar, einkum vegna þess að hjá Anaxagórasi hafði hugurinn takmarkað skýringargildi.

Anaxagóras hélt því fram að til væri óendanlegur fjöldi frumefna sem hann nefndi „samkynja efni“ en eitthvað af öllu væri í öllu; nema hugur (νους), sem þó væri að finna í sumum hlutum.

Frekari fróðleikurBreyta

  • Barnes, Jonathan, The Presocratic Philosophers (Routledge, 1982).
  • Burnet, John, Early Greek Philosophy (Kessinger Publishing, 2003).
  • Cornford, F.M., Before and After Socrates (Cambridge University Press, 1932).
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy – The Presocratic tradition from Parmenides to Democritus (Cambridge University Press, 1979).
  • Kirk, G.S., Raven, J.E. og Schofield, M., The Presocratic Philosophers (Cambridge University Press, 1983).
  • McKirahan, Richard D., Philosophy Before Socrates: An Introduction With Texts and Commentaries (Hackett, 1994).
  • Sedley, David (ritstj.), The Cambridge Companion to Greek and Roman Philosophy (Cambridge University Press, 2003).
  • Skirbekk, Gunnar og Nils Gilje, Heimspekisaga. Stefán Hjörleifsson (þýð.). (Háskólaútgáfan, 1999).
  • Taylor, C.C.W. (ritstj.), Routledge History of Philosophy. Volume 1: From the Beginning to Plato (Routledge, 1997).
  • Wilbur, J.B. og Allen, H.J., The Worlds of the Early Greek Philosophers (Prometheus Books, 1979).

TenglarBreyta