Coventry City Football Club er enskt knattspyrnulið frá Coventry í Vestur-Miðhéruðum Englands og er í ensku meistaradeildinni. Liðið var stofnað árið 1883 og hefur unnið einn stóran bikar; FA-bikar árið 1987. Meðal þekktra leikmanna er markahrókurinn Dion Dublin.

Coventry City Football Club
Fullt nafn Coventry City Football Club
Gælunafn/nöfn The Sky Blues
Stofnað 1883
Leikvöllur St. Andrew's
Stærð 29.409
Stjórnarformaður Tim Fisher
Knattspyrnustjóri Mark Robins
Deild Enska meistaradeildin
2021/2022 12. af 24
Heimabúningur
Útibúningur

Félagið spilar nú tímabundið á heimavelli Birmingham City vegna fjárhagsvandræða. En frá 1899-2005 spilaði það á Highfield Road í Coventry.