Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Þar er lítið láglendi nema á vesturhlutanum. Hálendi Vatnsness nefnist einu nafni Vatnsnesfjall[1], en það er nokkuð skorið dölum og eru þeirra stærstir Katadalur og Þorgrímsstaðadalur. Hæsti hnjúkur Vatnsnesfjalls er Þrælsfell, 895 m y.s. Þaðan er víðsýnt til allra átta, en sjá má í sjö sýslur í góðu skyggni[2]. Hringvegur um Vatnsnes er 90 km langur. Meðal áhugaverðra eða sögufrægra staða við Vatnsneshringinn má til dæmis nefna Hamarsrétt, Illugastaði, Tjörn, Hvítserk og Borgarvirki. Á Vatnsnesi er mikið um sel og er helsti selaskoðunarstaður landsins. Gott aðgengi er fyrir ferðamenn að skoða seli á Illugastöðum[3] og að Ósum. Í selatalningu í lok ágúst 2007 við Vatnsnes sáust 727 selir.[4] Kauptúnið Hvammstangi stendur á vesturströnd Vatnsness.

Horft til suðausturs ofan af Geitafelli og séð í mynni Þorgrímsstaðadals (nær) og Katadals í Vatnsnesfjalli. Fjær sést Víðidalsfjall.

Tilvísanir breyta

  1. Tómas Einarsson og Helgi Magnússon (ritstj.) (1989). Íslands handbókin. Örn og Örlygur.
  2. Pétur Jónsson og Gudrun M. H. Kloes (áb.m.) (2004). Útivistarkort Húnaþings vestra. Ferðamálafélag Vestur-Húnavatnssýslu.
  3. „Illugastaðir“. Húnaþing vestra. Sótt 1. júní 2021.
  4. Fréttablaðið, bls. 12, 11. september 2007
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.