Kolbeinsdalur er dalur í austanverðum Skagafirði, næst norðan eða austan við Hjaltadal og liggur samhliða honum til austsuðausturs uns Hjaltadalur sveigir til suðurs hjá Hólum en Kolbeinsdalur beint til austurs. Þar sem þeir liggja samsíða er milli þeirra langur ás, oftast bara kallaður Ásinn. Austast er lægð milli ássins og fjallanna er heitir Hálsgróf eða Grófin og liggur akfær vegur þar yfir. Nokkru innar sveigir dalurinn aftur til suðausturs. Að austanverðu eru þverdalirnir Heljardalur og Skíðadalur, og nokkru innar svokölluð Ingjaldsskál.

Kolbeinsdalsá eða Kolka rennur um dalinn, sem sagður er kenndur við landnámsmanninn Kolbein Sigmundarson. Neðsta hluta hans á aftur á móti Sleitu-Björn Hróarsson að hafa numið og er jörðin Sleitustaðir eða Sleitu-Bjarnarstaðir, í eða neðan við mynni dalsins, kennd við hann. Jörðin Smiðsgerði þar skammt frá er einnig í byggð, en annars er dalurinn nú allur í eyði.

Innst skiptist Kolbeinsdalur í tvennt um svokallaðan Tungnahrygg, og eru dalirnir oftast kallaðir Austurdalur og Vesturdalur. Upp af hryggnum, fyrir dalsbotninum, er Tungnahryggsjökull. Á Tungnahryggnum, skammt frá jöklinum er skáli eða sæluhús, Tungnahryggsskáli, sem dreginn var á staðinn 1982, og stækkaður 1991. Hinn gamli og fjölfarni fjallvegur um Heljardalsheiði úr Svarfaðardal og í Hóla liggur að hluta um neðanverðan Kolbeinsdal.

Fornar þjóðleiðir úr Kolbeinsdal

breyta

Helstu þjóðleiðir úr Kolbeinsdal voru:

Ógreiðfær jeppavegur er út dalinn að vestanverðu.

Bæir í Kolbeinsdal

breyta

Kolbeinsdalur var áður albyggður, en er nú kominn í eyði.

Að vestanverðu í dalnum eru:

Að austanverðu í dalnum eru:

Allir þessir bæir voru í Hólahreppi. Landfræðilega má segja að Sleitustaðir geti bæði verið í mynni Kolbeinsdals, og einnig talist innsti bær í Óslandshlíð.

Í dalnum eru rústir nokkurra selja og fornbýla. Bakki var fornbýli á milli Skriðulands og Saurbæjar, en virðist hafa verið lagt undir Skriðuland að mestu leyti.

Innan við Skíðadalsá er Nautasel. Þar eru allmiklar rústir eftir selstöðu frá Hólum í Hjaltadal.

Kolbeinsdalsafrétt

breyta

Innsti hluti Kolbeinsdals tilheyrði á fyrri öldum biskupsstólnum á Hólum, en flestar jarðir í Hólahreppi og Viðvíkursveit áttu þó rétt á afréttarlandi þar. Þegar afréttin var smöluð var henni skipt í eftirtalin svæði.

  • Hnjúkar eða Kolbeinsdalshnjúkar.
  • Heljardalur að norðan og Heljardalur að sunnan.
  • Skíðadalur að norðan og Skíðadalur að sunnan.
  • Staðargöngur, kenndar við Hólastað, ná inn að Tungnahrygg.

Að vestanverðu í afréttinni eru:

  • Skálar, líklega kenndar við smádalverpi ofan til í fjallinu.
  • Elliði, nær út að Fjalli í Kolbeinsdal.

Afréttin hefur verið stækkuð í nokkrum áföngum, og hefur innstu eyðibýlunum verið bætt við hana, til og með Skriðulandi að austan, og Fjalli og hluta Unastaða að vestan.

Á eyrum Heljarár er forn grjóthlaðin rétt sem notuð var fram á 20. öld, en hún er nú skemmd af flóði í ánni.

Heimildir

breyta