Græni bananakakkalakkinn
Græni bananakakkalakkinn (fræðiheiti: Panchlora nivea) er lítil kakkalakkategund.[1]
Græni bananakakkalakkinn | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Panchlora nivea Linnaeus, 1758 |
Heimkynni
breytaGræni bananakakkalakkinn fyrirfinnst á Kúbu og eyjum í Karíbahafi og meðfram Mexíkóflóa frá Flórída til Texas, en hefur þó sést allt að Charleston í Suður-Karólínu við vesturstrendur Atlantshafsins.
Tengundin heldur sig við utandyra og telst því ekki meðal þeirra kakkalakka sem eru meindýr. Fullvaxta dýrin halda sig í runnum, trjám og öðrum jurtum en gyðlurnar fyrirfinnast oft undir drumbum og meðal annars grots. Tegundin laðast að björtum ljósum og er næturdýr.
Líkamsbygging
breytaKvendýrið verður fullvaxta allt að 24 mm langt en karldýrið styttra eða 12-15 mm langt. Tegundin er grænleit með gular línur upp eftir síðunum. Hún er búin vængjum og sterk á flugi og einnig góð í klifri. Gyðlurnar eru brúnar eða svartar og grafa sig í jörð.
Tengill
breyta- Myndir af Græna bananakakkalakkanum undir frjálsu leyfi
Heimild
breyta- ↑ Fyrirmynd greinarinnar var „Green banana cockroach“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. desember 2008.