Georg 5.
Georg 5. fullu nafni George Frederick Ernest Albert (3. júní 1865 – 20. janúar 1936) var konungur Bretlands og breska heimsveldisins og Keisari Indlands, frá 6. maí 1910 og fram yfir fyrri heimstyrjöldina til dauðadags.
| ||||
Georg 5.
| ||||
Ríkisár | 6. maí 1910 – 20. janúar 1936 | |||
Skírnarnafn | George Frederick Ernest Albert | |||
Fæddur | 3. júní 1865 | |||
Marlborough-hús, London, Englandi, Bretlandi | ||||
Dáinn | 20. janúar 1936 (70 ára) | |||
Sandringham-hús, Norfolk | ||||
Gröf | Westminster Abbey, London | |||
Undirskrift | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Játvarður 7. | |||
Móðir | Alexandra Bretadrottning | |||
Drottning | María af Teck | |||
Börn | Játvarður 8. Georg 6. María Bretaprinsessa Hinrik prins, hertogi af Gloucester Georg prins, hertogi af Kent Jóhann Bretaprins |
Georg fæddist á valdatíð ömmu sinnar, Viktoríu drottningar, og var þá þriðji í erfðaröð bresku krúnunnar á eftir föður sínum, Albert Játvarði, prinsi af Wales, og eldri bróður sínum, Albert Viktori prinsi. Georg gegndi herþjónustu í konunglega breska sjóhernum frá 1877 til 1891, en árið 1892 lést eldri bróðir hans öllum að óvörum. Georg varð þá annar í erfðaröðinni að bresku krúnunni á eftir föður sínum. Eftir dauða Viktoríu varð faðir Georgs konungur breska heimsveldisins sem Játvarður 7. og Georg varð ríkisarfi sem prins af Wales. Georg tók við krúnunni eftir dauða föður síns árið 1910. Hann var eini keisari Indlands sem var viðstaddur eigin krýningarathöfn á Indlandi.
Valdatíð Georgs 5. spannaði uppgang sósíalisma, kommúnisma, fasisma, írskrar lýðveldishyggju og indversku sjálfstæðishreyfingarinnar. Allar þessar hreyfingar gerbreyttu stjórnmálasviði Bretlands. Lagasetning árið 1911 staðfesti að hin lýðræðislega kjörna neðri deild breska þingsins hefði þaðan af yfirburði yfir hinni ókjörnu lávarðadeild. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar hrundu heimsveldi náfrænda Georgs, Nikulásar 2. Rússakeisara og Vilhjálms 2. Þýskalandskeisara. Árið 1917 varð Georg fyrsti breski einvaldurinn af Windsor-ætt. Valdaættin hafði áður heitið Sachsen-Coburg-Gotha-ætt en andúð almennings á öllu sem þýskt var á meðan á heimsstyrjöldinni stóð varð til þess að nafni hennar var breytt. Árið 1924 útnefndi Georg fyrstu ríkisstjórn Verkamannaflokksins í sögu Bretlands og árið 1931 viðurkenndu Bretar yfirráðasvæði heimsveldisins sem sjálfstæð og fullvalda ríki innan breska samveldisins. Georg 5. var heilsuveill seint á valdatíð sinni vegna reykinga. Eftir dauða hans tók elsti sonur hans við krúnunni og varð Játvarður 8. Bretlandskonungur.
Heimild
breyta
Fyrirrennari: Játvarður 7. |
|
Eftirmaður: Játvarður 8. |