Prinsinn af Wales (enska: Prince of Wales, velska: Tywysog Cymru) er titill sem er veittur óumdeildum arftaka bresku krúnunnar. Núverandi prinsinn af Wales er Vilhjálmur prins, elsti sonur Karls 3., konungs Bretlands og fjórtán annarra samveldisríkja og leiðtoga Breska samveldisins, til hvers heyra 53 ríki.

Vilhjálmur prins, núverandi prinsinn af Wales

Hlutverk

breyta

Prinsinn af Wales er óumdeildur arftaki bresku krúnunnar. Hann hefur ekkert opinbert hlutverk eða ábyrgð sem hefur verið skipað af þinginu eða lögum. Hann fer þó í opinberar heimsóknir og er fulltrúi konungsins þegar hann getur ekki mætt á athöfnum og viðburðum.

Vilhjálmur prins, eins og margir fyrri prinsar of Wales, er líka hertoginn af Cornwall og sér því um hertogadæmið Cornwall, sem fjármagnar arftaka krúnunnar með sjóðum og landareignum.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.