Keisaradæmi
Keisaradæmi er ríki sem keisari eða keisaraynja ríkir yfir. Venja var að keisari taldist konungi æðri og keisaradæmi voru yfirleitt stór ríkjasambönd. Aðeins einn keisari er enn eftir í heiminum, Naruhito Japanskeisari.
Hin sögulegu heimsveldi voru sum hver keisaradæmi.
Listi yfir keisaradæmi
breyta- Kínverska keisaradæmið (221 f.Kr-1911, 1916)
- Rómverska keisaradæmið (27 f.Kr.-476)
- Japanska keisaradæmið (um 270-)
- Austrómverska keisaradæmið (395-1453)
- Kóreska keisaradæmið (918-1392, 1897-1910)
- Hið Heilaga rómverska ríki (962-1806)
- Eþíópíska keisaradæmið (1270-1755, 1855-1974)
- Persneska keisaradæmið (1501-1979)
- Rússneska keisaradæmið (1547-1917)
- Keisaradæmið Annam (1802-1945)
- Fyrra franska keisaradæmið (1804-1814, 1815)
- Haítíska keisaradæmið (1804-1806, 1849-1859)
- Austurrísk-ungverska keisaradæmið (1804-1919)
- Brasilíska keisaradæmið (1822-1889)
- Mexíkóska keisaradæmið (1822-1823, 1864-1867)
- Síðara franska keisaradæmið (1852-1870)
- Þýska keisaradæmið (1871-1918)
- Indverska keisaradæmið (1876-1947)
- Miðafríska keisaradæmið (1976-1979)