Idaho

fylki í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá Gem State)

Idaho er fylki í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Nafn þess er talið koma úr frumbyggjamáli.

Idaho
Fáni Idaho
Opinbert innsigli Idaho
Viðurnefni: 
The Gem State (opinbert), The Potato State
Kjörorð: 
latína: Esto perpetua
Idaho merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning Idaho í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki3. júlí 1890; fyrir 134 árum (1890-07-03) (43. fylkið)
Höfuðborg
(og stærsta borg)
Boise
Stærsta sýslaAda
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriBrad Little (R)
 • VarafylkisstjóriScott Bedke (R)
Þingmenn
öldungadeildar
  • Mike Crapo (R)
  • Jim Risch (R)
Þingmenn
fulltrúadeildar
  • Russ Fulcher (R)
  • Mike Simpson (R)
Flatarmál
 • Samtals216.446 km2
 • Land213.452 km2
 • Vatn2.391 km2  (1,11%)
 • Sæti11. sæti
Stærð
 • Lengd771 km
 • Breidd491 km
Hæð yfir sjávarmáli
1.520 m
Hæsti punktur

(Borah Peak)
3.859 m
Lægsti punktur

(Samrennsli Snake og Clearwater-fljóts)
217 m
Mannfjöldi
 (2023)[1]
 • Samtals1.964.726
 • Sæti38. sæti
 • Þéttleiki8,33/km2
  • Sæti44. sæti
Heiti íbúaIdahoan
Tungumál
 • Opinbert tungumálEnska
Tímabelti
Mest af fylkinuUTC−07:00 (MST)
 • SumartímiUTC−06:00 (MDT)
NorðurhlutiUTC−08:00 (PST)
 • SumartímiUTC−07:00 (PDT)
Póstnúmer
ID
ISO 3166 kóðiUS-ID
Breiddargráða42°N til 49°N
Lengdargráða111°03'V til 117°15'V
Vefsíðaidaho.gov
Kort af Idaho.

Landsvæði

breyta

Það er 216.446 ferkílómetrar að stærð og liggur að Kanada í norðri, Montana í norðaustri, Wyoming í austri, Utah og Nevada í suðri, Oregon og Washington í vestri og Bresku Kólumbíu í norðri. Fylkið er fjöllótt og Klettafjöll eru að hluta til í Idaho sem og Yellowstone-þjóðgarðurinn. Hæsti punkturinn er Borah Peak (3.859 m.) í fjallgarðinum Lost River Range. Aðrir fjallgarðar eru Bitterroot Range, the White Cloud Mountains, the Clearwater Mountains og the Salmon River Mountains. Stíflur eru í Snáksá (Snake River) sem rennur í Columbia-fljót og er höfn í borginni Lewinston þar sem skipaflutningar fara alla leið til Portland. Skógar og vernduð svæði eru víðfeðm og ræður stofnunin National forest service yfir 38% lands í fylkinu.

Söguágrip

breyta

Frumbyggjar eru taldir hafa verið á svæðinu fyrir um 14.500 árum. Franskir veiðimenn fóru um svæðið frá Kanada um aldamótin 1800. Könnunarleiðangur Lewis og Clark kannaði svæðið árið 1805 en fylkið var eitt síðasta svæðið sem var kannað af Evrópubúum á svæði Bandaríkjanna. Það var hluti af svæðinu Oregon country sem bæði Bretland og Bandaríkin gerðu tilkall til. Oregon varð seinna ríki og varð Idaho þá partur af Washington territory þar til það varð Idaho territory árið 1863.

Idaho varð fylki árið 1890 og það 43. í röðinni. Í dag er landbúnaður, vísinda- og tæknigreinar og ferðaþjónusta mikilvægar atvinnugreinar.

Samfélag

breyta
 
Sýslur í fylkinu.

Höfuðborg fylkisins heitir Boise og er jafnframt stærsta borg fylkisins. Á Boise-Nampa stórborgarsvæðinu, einnig þekkt Treasure Valley, búa samtals 664.422 manns. En þar er stærstu borgirnar; Boise, Nampa og Meridian. Íbúar Idaho eru um 1,8 milljónir (2020). Frá aldamótunum 2000 hafa íbúar kosið repúblíkana í meirihluta.

Árið 2015 voru helstu þjóðerni:

  • 89.1% hvítir
  • 11.2% spænskumælandi/latinos
  • 0.6% svartir
  • 1.4% frumbyggjar

Tilvísanir

breyta
  1. „U.S. Population Trends Return to Pre-Pandemic Norms as More States Gain Population“. Census Bureau QuickFacts. 19. desember 2022. Sótt 19. desember 2023.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Idaho“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. nóv. 2016.

Tenglar

breyta
   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.