Gareth Evans
Gareth Evans (12. maí 1946 – 10. ágúst 1980) var breskur heimspekingur og prófessor í heimspekivið Oxford University á 8. áratug 20. aldar.
Gareth Evans | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 12. maí 1946 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar |
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk | „Can There Be Vague Objects?“, The Varieties of Reference |
Helstu kenningar | „Can There Be Vague Objects?“, The Varieties of Reference |
Helstu viðfangsefni | frumspeki, hugspeki, málspeki, rökfræði |
Ævi
breytaEvans nam heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði við University College í Oxford (1964–1967). Kennari hans í heimspeki var Peter Strawson. Hann varð fræðimaður við Christ Church, Oxford (1967–1968) og Kennedy Scholar við Harvard University og University of California, Berkeley (1968–1969). Hann lést af völdum lungnakrabbameins árið 1980, þá 34 ára gamall. Ritgerðasafn hans, The Varieties of Reference, kom út að honum látnum.
Störf
breytaÁ stuttum ferli sínum lagði Evans að mörkum í rökfræði, frumspeki, málspeki og hugspeki. Auk Strawsons voru Michael Dummett og John McDowell mikilvægir áhrifavaldar í hugsun hans.
Líkt og margir breskir heimspekingar vann Evans að því að þróa merkingarfræði fyrir náttúruleg tungumál, undir áhrifum frá bandaríska heimspekingnum Donald Davidson.
Tugir ritgerða voru skrifaðar sem andsvar við einnar blaðsíðu langri grein hans „Can There Be Vague Objects?“ sem birtist í tímaritinu Analysis. Hún er nú talin vera undirstöðuverk í frumspeki.
Tenglar
breyta- Dictionary of Philosophy of Mind: „Gareth Evans“