Harvard-háskóli
einkarekin háskólastofnun í Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum
(Endurbeint frá Harvard University)
Harvard-háskóli (enska: Harvard University) er einkarekinn háskóli í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum. Skólinn var stofnaður árið 1636 og er elsti háskólinn þar í landi. Skólinn var nefndur Harvard College 13. mars 1639 í höfuðið á John Harvard sem arfleiddi skólann að helmingi eigna sinna og um 400 bókum en þær voru fyrsti vísirinn að bókasafni skólans.

Á árunum 1869-1909 umbreytti forseti skólans Charles William Eliot skólanum og gerði hann að nútímalegum rannsóknarháskóla. Eliot innleiddi m.a. valnámskeið, smærri málstofur og inntökupróf.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Harvard University“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. janúar 2007.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Harvard-háskóla.