Lungnakrabbamein
Lungnakrabbamein er sjúkdómur þar sem frumur skipta sér óstjórnandi í lungnavef.
Orsakir lungnakrabbameins
breytaTalið er að 90% tilvika lungnakrabbameins megi rekja til reykinga. Einnig geta eiturefni í umhverfi svo sem asbest og radon aukið áhættu á að fá slíkt krabbamein. Einstaklingar virðast misnæmir fyrir krabbameinsvaldandi áhrifum tóbaksreyks og fá um 16% reykingamanna lungnakrabbamein.
Einkenni lungnakrabbameins
breytaHósti er algengasta fyrsta einkenni lungnakrabbameins en næst koma andnauð, brjóstverkur og blóðhósti. Einnig er þyngdartap, verkir í beinum, klumbun, hiti, slappleiki, holæðarheilkenni, kyngingarörðugleikar og öng- og soghljóð.
Gerðir lungnakrabbameins
breytaFjórar helstu vefjagerðir lungnakrabbameins eru smáfrumukrabbamein, flöguþekjukrabbamein, kirtilmyndandi krabbamein og stórfrumukrabbamein.
Meðferð og lækning
breytaFlest lungnakrabbamein greinast seint og þá vegna einkenna frá útbreiddum meinvörpum, t.d. í heila, lifur, beinum eða nýrnahettum. Á þeim tímapunkti er tilgangur meðferðar ekki að lækna sjúkdóminn heldur að lengja líf og halda niðri einkennum hans. Árangur af slíkri meðferð, þ.e. þegar meinvörp hafa myndast er takmarkaður; helmingur sjúklinga lifir skemur er 8 mánuði og fimm ára lífslíkur eru um 5%
Útbreiðsla lungnakrabbameins á Íslandi
breytaLungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi, á eftir blöðruhálskirtilkrabbameini hjá körlum og brjóstakrabbameini hjá konum. Lungnakrabbamein er það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á árinu 2006 létust 123 einstaklingar úr lungnakrabbameini en það er fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem létust úr brjóstakrabbameini, blöðruhálskirtilkrabbameini og ristilkrabbameini það ár. Skráningar hófust á Íslandi á tíðni lungnakrabbameins árið 1955. Nýgengi lungnakrabbameins meðal karla og kvenna á Íslandi er óvenjulega jafnt og er nýgengi lungnakrabbameins meðal kvenna á Íslandi með því hæsta sem gerist í heiminum. Skýringin er talin útbreiðsla reykinga um og upp úr síðustu heimsstyrjöld.
Heimild
breyta- Lungnakrabbamein yfirlitsgrein Geymt 4 apríl 2016 í Wayback Machine