Gaga: Five Foot Two

Heimildarmynd frá 2017 eftir Chris Moukarbel

Gaga: Five Foot Two er heimildamynd frá árinu 2017 um bandaríska söngkonuna og lagahöfundinn Lady Gaga. Myndin skjalfestir atburðina í kringum framleiðslu og útgáfu á fimmtu breiðskífu hennar, Joanne, og flutning hennar í hálfleikssýningu á 51. Super Bowl, úrslitaleik bandarísku NFL deildarinnar.[2] Leikstjóri myndarinnar er Chris Mourkarbel. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátiðinni í Toronto (TIFF) árið 2017 áður en hún kom út á heimsvísu á Netflix 22. september 2017.[3][4][5] Hún var einnig sýnd á evrópska hluta tónleikaferðalags Gaga, Joanne World Tour, fyrir hverja sýningu.[6]

Gaga: Five Foot Two
Plakat kvikmyndarinnar
LeikstjóriChris Moukarbel[1]
Framleiðandi
  • Bobby Campbell
  • Chris Moukarbel
  • Heather Parry
  • Lady Gaga
LeikararLady Gaga
KvikmyndagerðChris Moukarbel
KlippingGreg Arata
Fyrirtæki
  • Live Nation Productions
  • Mermaid Films
  • Permanent Wave
DreifiaðiliNetflix
Frumsýning
  • 8. september 2017 á TIFF
  • 22. september 2017 á heimsvísu
Lengd100 mínútur
LandBandaríkin
TungumálEnska

Ágrip

breyta

Samkvæmt Netflix er Gaga: Five Foot Two í cinéma vérité stíl, sem leið til að veita áhorfendum „ófilteraðan, baksviðs aðgang“ að ári í lífi Gaga, þar sem þau fara yfir framleiðslu og útgáfu fimmtu stúdíóplötu hennar, Joanne.[7] Farið er yfir marga atburði, þar á meðal reynslu hennar af fylgdarliði sínu, kynni hennar af aðdáendum og baráttu hennar við langvarandi sársauka af völdum vefjagigtar.[8][9][10] Myndin býður einnig upp á víðtæka sýn á sköpun og framkvæmd flutnings hennar sem aðalflytjandi í hálfleikssýningu 51. Super Bowl, úrslitaleik bandarísku NFL deildarinnar, auk margvíslegra annarra viðfangsefna og atburða, þar á meðal heimilislíf hennar, tökur á gestahlutverki hennar sem persónan Scáthach í American Horror Story: Roanoke, og umræður um deilur hennar við söngkonuna Madonnu, auk annara atriða.[8][9]

Leikarar

breyta
  • Lady Gaga
  • Angelina Calderone Germanotta, amma
  • Cynthia Germanotta, móðir
  • Joe Germanotta, faðir
  • Natali Germanotta, systir
  • Sonja Durham, meðlimur í Haus of Gaga og vinur
  • Bobby Campbell, umboðsmaður
  • Tony Bennett, tónlistarmaður
  • Brian Newman, tónlistarmaður
  • Florence Welch, tónlistarkona
  • BloodPop, upptökustjóri
  • Mark Ronson, upptökustjóri
  • Richy Jackson, danshöfundur
  • Frederic Aspiras, hárgreiðslumeistari
  • Ruth Hogben, kvikmyndagerðarkona
  • Donatella Versace, tískuhönnuður

Viðtökur gagnrýnenda

breyta

Gaga: Five Foot Two hefur fengið almennt góða dóma frá gagnrýnendum. Á Rotten Tomatoes hefur hún 73% samþykki, byggt á 41 umsögn, með meðaleinkunnina 6,40 af 10. Samdóma gagnrýni vefsíðunnar segir: „Gaga: Five Foot Two býður upp á hrífandi innsýn í líf stórstjörnunnar á bak við tjöldin, en veikist að vísu vegna ósamræmis í áherslu og skorti á myndefni frá flutningi.“[11] Á Metacritic er vegin meðaleinkunn myndarinnar 63 af 100, byggt á dómum 15 gagnrýnenda, sem gefur til kynna „almennt góða dóma“.[12]

Kvikmyndagagnrýnandinn Owen Gleiberman fór yfir heimildarmyndina fyrir Variety og sagði að „Gaga geislar af kraftmikilli orku — hún er ákaflega fyndin og sjálfsmeðvituð“, og bar myndina saman við aðrar tónlistarheimildarmyndir eins og Madonna: Truth or Dare frá 1990. Hann lofaði stefnu Moukarbel og sagði að honum hafi tekist að stokka upp í hlutunum og sýnt frá andlegu niðurbroti Gaga sem og vináttu sína við aðdáendur.[13]

Leslie Felperin frá tímaritinu The Hollywood Reporter hrósaði senunum í heimildarmyndinni eins og þeim sem sýndu Gaga spila lagið „Joanne“ fyrir ömmu sína, en fannst að þrátt fyrir alla ögrandi myndatökuna var söngkonan einbeittari og meðvituð um framkomu sína. Felperin var jákvæð varðandi tæknileg atriði myndarinnar og sagði „pakkinn er settur saman með hæfni og stíl, með tignarlegri klippingu frá Greg Arata sem hjálpar við að skapa sterka tilfinningu fyrir samheldna sögu. Mourkarbel og hljóðstjórar nota oft þrútnandi hljóðrásir og hraðvirka klippingu til að gefa til kynna brjálæði lífs Gaga.“[14]

Kvikmyndaplakat

breyta

Plakat og forsíðumynd heimildarmyndarinnar, sem sýnir regnbogafossa, blóm, og auka auga streyma niður andlit Gaga, var búið til af þýska listamanninum Pierre Schmidt (einnig þekktur sem Drømsjel). Verk Drømsjel, sem einkennast af súrrealískri blöndu af gamaldags klippimyndum og stafrænni meðhöndlun, vakti athygli leikstjóra myndarinnar, Chris Moukarbel, á Instagram. Samkvæmt Drømsjel var verkið samstarfsverkefni á milli hans sjálfs, Gaga, teymis hennar, Netflix og hollenska ljósmyndatvíeykisins Inez og Vinoodh, sem tóku myndina fyrir plakatið.[15] Tvíeykið hefur myndað Gaga fyrir ýmis verkefni áður, þar á meðal kápu smáskífu hennar, „Applause“, frá 2013.[16] Samkvæmt Tilly Martin frá vefsíðunni Creative Boom passar listaverkið alveg inn í einkennisstíl Drømsjel sem sameinar klippimyndir af gamaldags myndmáli af tísku með stafrænni meðferð til að framleiða litríka og súrrealíska samsetningu. Ásamt stafrænu listamönnunum Laura Albert, Christophe Remy og Melissa Murillo nefnir Drømsjel listamennina Salvador Dalí og Friedrich Nietzsche sem helstu áhrifavalda á verk sín.[17]

Viðurkenningar

breyta
Verðlaun Dagsetning athafnar Flokkur Verðlaunahafar og tilnefningar Niðurstöður Tilv.
Cinema Audio Society Awards 24. febrúar 2018 Outstanding Achievement in Sound Mixing for a Motion Picture – Documentary Jonathan Wales
Jason Dotts
Tilnefning [18]
Hollywood Music in Media Awards 17. nóvember 2017 Music Documentary / Special Program Gaga: Five Foot Two Tilnefning [19]
MTV Movie & TV Awards 16. júní 2018 Best Music Documentary Gaga: Five Foot Two Vann [20]
NME Awards 13. febrúar 2018 Best Music Film Gaga: Five Foot Two Vann [21]
Webby Awards 14. maí 2018 Online Film & Video: Best Music – People's Choice Gaga: Five Foot Two
Live Nation Productions
Vann [22]
Online Film & Video: Best Editing – People's Choice Vann [23]

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Gaga: Five Foot Two“. Toronto International Film Festival. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. ágúst 2017. Sótt 24. ágúst 2017.
  2. Moniuszko, Sara M (24. ágúst 2017). „Lady Gaga is teasing a new Netflix documentary and it looks... intense“. USA Today (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 24. ágúst 2017. Sótt 24. ágúst 2017.
  3. Quinn, Dace (24. ágúst 2017). „Lady Gaga Sobs 'I'm Alone' in Mysterious New Preview for Her Five Foot Two Documentary“. People (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 27. ágúst 2017. Sótt 24. ágúst 2017.
  4. Vlessing, Etan (24. ágúst 2017). „Toronto: Lady Gaga to Perform as Netflix Doc 'Gaga: Five Foot Two' Bows“. The Hollywood Reporter. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. ágúst 2017. Sótt 24. ágúst 2017.
  5. Gaga: Five Foot Two. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. ágúst 2017. Sótt 26. ágúst 2017.
  6. Gaga, Lady [@ladygaga] (16. janúar 2018). „I've decided to play the documentary made about me every night before the show. If you get there early it will be on. Tonight starts at 7pm Barcelona time!“ (X). Sótt 26. mars 2018 – gegnum X.
  7. Gaga: Five Foot Two. Netflix. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. ágúst 2017. Sótt 26. ágúst 2017.
  8. 8,0 8,1 Lawrence, Derek (6. september 2017). „Gaga gives peek behind the curtain in trailer for Netflix documentary“. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2019. Sótt 6. september 2017.
  9. 9,0 9,1 Raymos, Dino-Ray (6. september 2017). 'Gaga: Five Foot Two' Trailer: Lady Gaga Shops At Wal-Mart, Rocks The Super Bowl In Netflix Docu“. Deadline Hollywood. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. september 2017. Sótt 6. september 2017.
  10. Gaga, Lady [@ladygaga] (12. september 2017). „In our documentary the #chronicillness #chronicpain I deal w/ is #Fibromyalgia I wish to help raise awareness & connect people who have it“ (X). Sótt 26. mars 2018 – gegnum X.
  11. „Gaga: Five Foot Two (2017)“. Rotten Tomatoes. Fandango Media. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. janúar 2022. Sótt 17. desember 2021.
  12. „Gaga: Five Foot Two Reviews“. Metacritic. CBS Interactive. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. október 2002. Sótt 7. mars 2018.
  13. Gleiberman, Owen (9. september 2017). „Toronto Film Review: 'Gaga: Five Foot Two'. Variety. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. september 2017. Sótt 11. september 2017.
  14. Felperin, Leslie (9. september 2017). 'Gaga: Five Foot Two': Film Review | TIFF 2017“. The Hollywood Reporter. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. september 2017. Sótt 11. september 2017.
  15. Pantano, Italo (22. september 2017). „Drømsjel, the artist behind the cover art for Gaga: Five Foot Two“. Vogue Italia (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júní 2018. Sótt 27. nóvember 2018.
  16. Cain, Spencer (22. september 2017). „Lady Gaga Releases Cover Art for New Single "Applause". StyleCaster. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2021. Sótt 27. nóvember 2018.
  17. Martin, Tilly (28. maí 2015). „Surreal Nietzsche-inspired collages drip faces and flowers“. Creative Boom. Sótt 27. nóvember 2018.[óvirkur tengill]
  18. Sheehan, Paul (10. janúar 2018). „2018 Cinema Audio Society Awards nominations: Oscar frontrunner 'Dunkirk,' 'Star Wars,' 'Wonder Woman'. Gold Derby. Afrit af uppruna á 10. janúar 2018. Sótt 10. janúar 2018.
  19. „Hollywood Music in Media Awards: Full Winners List“. The Hollywood Reporter. 30. nóvember 2017. Afrit af uppruna á 7. október 2020. Sótt 16. júní 2018.
  20. Atkinson, Katie (18. júní 2018). „MTV Movie & TV Awards 2018: Complete Winners List“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júní 2018. Sótt 2. september 2018.
  21. Daly, Rhian (14. febrúar 2018). „Here are all the winners from the VO5 NME Awards 2018“. NME. Afrit af uppruna á 9. maí 2018. Sótt 27. nóvember 2018.
  22. „2018 Webby Awards: Online Film & Video: Music“. Webby Award. 14. maí 2018. Afrit af uppruna á 4. september 2018. Sótt 27. nóvember 2018.
  23. „2018 Webby Awards: Online Film & Video: Best Editing“. Webby Award. 14. maí 2018. Afrit af uppruna á 4. september 2018. Sótt 27. nóvember 2018.

Tenglar

breyta