Vefjagigt
Vefjagigt er sjúkdómur sem kemur fram í fjölmörgum líffærakerfum. Sem langvinnir og útbreiddir verkir í stoðkerfi, stirðleiki, ofboðsleg þreyta og svefntruflanir. Einnig einkenni eins og ristilstruflanir, of næm þvagblaðra, fótapirringur, dofi í útlimum, bjúgur, úthaldsleysi, minnisleysi og einbeitingarskortur en einkennin eru mjög mismunandi milli einstaklinga.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að truflun er í starfssemi margra líffærakerfa hjá fólki með vefjagigt. Til að mynda í tauga-hormóna kerfi, ósjálfráða taugakerfinu og truflun er á framleiðslu ýmissa hormóna. Svefntruflanir eru eitt af helstu einkennum vefjagigtar og talið að þær gætu verið orsök fyrir mörgum öðrum einkennum eins og þreytu og stoðkerfisverkjum.[1]
Tilvísanir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Vefjagigt.
- ↑ „Vefjagigt“. vefjagigt.is. Sótt 6. nóvember 2013.