Joanne (plata)
Joanne er fimmta stúdíóplata bandarísku söngkonunnar Lady Gaga. Platan var gefin út 21. október 2016 af Streamline og Interscope Records. Gaga, Mark Ronson og BloodPop sáu um upptökustjórn auk ýmsa annara, eins og Kevin Parker, Emile Haynie, Jeff Bhasker og Josh Homme. Tónlistarstefna Joanne er lágstemmd, danspopp, soft rock og Americana tónlist með kántrí eiginleikum og leggur áherslu á söng Gaga. Textasmíðin text á við viðfangsefni eins og fjölskyldu og tilfinningar lífsins, en andlát frænku hennar, Joanne Stefani Germanotta, hafði djúpstæð áhrif á plötuna. Reynsla Gaga við að leika í sjónvarpsþáttunum American Horror Story hafði einnig áhrif á sköpunarferlið.
Joanne | ||||
---|---|---|---|---|
Breiðskífa eftir | ||||
Gefin út | 21. október 2016 | |||
Tekin upp | Seinni hluta 2015 – 17. september 2016 | |||
Hljóðver |
| |||
Stefna | ||||
Lengd | 39:05 | |||
Útgefandi |
| |||
Stjórn |
| |||
Tímaröð – Lady Gaga | ||||
| ||||
Smáskífur af Joanne | ||||
|
Joanne varð fjórða plata Gaga í röð til að fara beint í efsta sæti bandaríska Billboard 200 vinsældarlistans og komst á topp tíu lista í yfir 25 löndum og fékk söluviðurkenningu í sumum þeirra. Af plötunni komu þrjár smáskífur, „Perfect Illusion“, „Million Reasons“ og titillagið „Joanne“. „Perfect Illusion“ var gefin út sem aðalsmáskífa plötunnar 9. september 2016 og fór beint á toppinn í Frakklandi, en önnur smáskífan, „Million Reasons“, náði fjórða sæti í Bandaríkjunum. Píanóútgáfa af titillaginu var gefin út fyrir útvarp í nokkrum löndum sem þriðja smáskífa plötunnar.
Platan fékk almennt góða dóma frá tónlistargagnrýnendum, sem lofuðu tónlistarstjórn, söng, upptökustjórn og textasmíð Gaga, en fékk tvíræð viðbrögð fyrir skort á samheldni. Joanne var tilnefnd sem besta poppsöngplatan á 60. Grammy-verðlaunahátíðinni. Smáskífurnar „Million Reasons“ og „Joanne“ voru báðar tilnefndar fyrir Best Pop Solo Performance sitthvort árið, en sú síðarnefnda vann þau verðlaun.
Útgáfa og kynning plötunnar hafði í för með sér ákveðna mýkingu á ímynd Gaga, sem fékk á sig aukna ásýnd sem söngvaskáld. Í kynningu plötunnar var hún oft klædd bleikum kúrekahatti með breiðum brúnum, eins og sést á kápu plötunnar, fötum úr gallaefni og pastellitum sem kalla fram stemningu áttunda áratugarins.
Hún kynnti plötuna með Dive Bar Tour, kynningartónleikum á börum í Bandaríkjunum, og Joanne World Tour, sem hófust í ágúst 2017 og lauk í febrúar 2018. Gaga kom einnig fram í sjónvvarpi, en hún var aðalflytjandi í bæði hálfleikssýningu á 51. Super Bowl, úrslitaleik NFL deildarinnar í amerískum fótbolta og á Coachella tónlistarhátíðinni 2017. Sama ár gaf hún út heimildarmyndina Gaga: Five Foot Two sem sýnir framleiðslu plötunnar og undirbúning fyrir flutning hennar á Super Bowl.
Lagalisti
breytaNr. | Titill | Lagahöfundur/ar | Upptökustjórn | Lengd |
---|---|---|---|---|
1. | „Diamond Heart“ |
|
| 3:30 |
2. | „A-Yo“ |
|
| 3:28 |
3. | „Joanne“ |
|
| 3:17 |
4. | „John Wayne“ |
|
| 2:54 |
5. | „Dancin' in Circles“ |
|
| 3:27 |
6. | „Perfect Illusion“ |
|
| 3:02 |
7. | „Million Reasons“ |
|
| 3:25 |
8. | „Sinner's Prayer“ |
|
| 3:43 |
9. | „Come to Mama“ |
|
| 4:15 |
10. | „Hey Girl“ (ásamt Florence Welch) |
|
| 4:15 |
11. | „Angel Down“ |
|
| 3:49 |
Samtals lengd: | 39:05 |
Nr. | Titill | Lagahöfundur/ar | Upptökustjórn | Lengd |
---|---|---|---|---|
12. | „Grigio Girls“ |
|
| 3:00 |
13. | „Just Another Day“ | Germanotta |
| 2:58 |
14. | „Angel Down“ (work tape) |
|
| 2:20 |
Samtals lengd: | 47:23 |
Nr. | Titill | Lagahöfundur/ar | Upptökustjórn | Lengd |
---|---|---|---|---|
15. | „Million Reasons“ |
|
| 3:23 |
Samtals lengd: | 50:46 |
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Joanne (album)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. apríl 2023.