Landgræðslan (áður Landgræðsla ríkisins) er íslensk ríkisstofnun, sem heyrir undir umhverfisráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og gróðurvernd. Enn fremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Landgræðslan rekur ættir sínar til ársins 1907 er lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands voru samþykkt. Í fyrstu voru landgræðslumál í umsjón sandgræðslumanns er heyrði undir skógræktarstjóra Skógræktar ríkisins, síðar árið 1914 varð til Sandgræðsla Íslands, er sandgræðslumaður var settur undir Búnaðarfélag Íslands.

Árið 2024 sameinaðist Landgræðslan Skógræktinni í stofnunina Land og skógur.

Hlutverk

breyta

Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002.

Sagnagarður

breyta

Sagnagarður er fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Í Sagnagarði er sýning um sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi auk þess sem rakin er 100 ára saga landgræðslustarfs. Sagnagarður var opnaður árið 2011.

Tenglar

breyta